Man City glutraði niður tveggja marka for­ystu

Norðmaðurinn kom Man City tveimur mörkum yfir en það dugði ekki til.
Norðmaðurinn kom Man City tveimur mörkum yfir en það dugði ekki til. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON

Manchester City komst 2-0 yfir gegn París Saint-Germain í París í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Heimamenn sneru hins vegar bökum saman, skoruðu fjögur mörk og eru í ágætis málum á meðan Man City gæti fallið úr leik áður en komið er í útsláttarkeppnina.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það varamaðurinn Jack Grealish sem kom Man City óvænt yfir enda Englendingurinn ekki skorað mikið undanfarið. Þá hefur hann verið orðaður frá City.

Aðeins fimm mínútum síðar hafði Erling Haaland tvöfaldað forystu gestanna og stefndi í þægilegan sigur Man City. Að sama skapi var PSG á leið úr Meistaradeildinni.

Það tók heimamenn hins vegar ekki langan tíma að jafna metin. Aðeins þremur mínútum eftir að Norðmaðurinn skoraði átti Bardley Barcola sendingu á Ousmane Dembélé sem minnkaði muninn. Skömmu eftir það var Barcola sjálfur á ferðinni og staðan orðin 2-2.

Hinn tvítugi João Neves kom PSG svo 3-2 yfir áður en samlandi hans Gonçalo Ramos fullkomnaði endurkomuna á sjöttu mínútu uppbótartímans.

Lokatölur 4-2 og PSG nú komið upp í 22. sæti með 10 stig þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Man City er hins vegar í 25. sæti með átta stig.

Að loknum 8 umferðum komast efstu 8 liðin í 16-liða úrslit á meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira