Handbolti

„Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í ára­tug“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld sem og á öllu heimsmeistaramótinu.
Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld sem og á öllu heimsmeistaramótinu. Getty/Ronny Hartmann

Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu.

Ólafur er sérfræðingur á RÚV og kom með stóra yfirlýsingu eftir leikinn í kvöld þar sem íslensku stákarnir unnu sinn fjórða leik í röð á heimsmeistaramótinu.

Logi Geirsson, annar sérfræðingur, talaði um rosalegar framfarir á íslenska liðinu og Ólafur tók undir það.

„Það er unun að horfa á þetta. Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug,“ sagði Ólafur Stefánsson.

Íslenska landsliðið komst síðast í leiki um verðlaun á EM í Austurríki 2010 þegar liðið vann bronsverðlaun. Liðið náði fimmta sæti á HM 2011, fimmta sæti á EM 2014 og sjötta sæti á EM 2022. Liðið varð í tíunda sæti á EM í fyrra.

Þessi byrjun gefur aftur á móti tilefni til bjartsýni og Ólafur sér marga vera að skila til liðsins.

„Það eru frábærir leikmenn þarna út um allt, í vörn sem sókn. Viktor Gísli [Hallgrímsson] frábær og svo er þetta með hraðaupphlaupin sem er okkar leynivopn eða virkilega sterkt vopn,“ sagði Ólafur.

„Til hamingju strákar,“ sagði Ólafur en Kári Kristjánsson talaði um að íslenska liðið væri þessa dagana í fullkomni háskerpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×