Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2025 09:06 Frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. AP/Gregory Bull Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda um tíu þúsund hermenn að landamærum Mexíkó, þar sem þeir eiga að aðstoða landamæraverði og koma í veg fyrir flæði fólks yfir landamærin. Einnig stendur til að koma í veg fyrir að fólk geti sótt um hæli í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Þetta kemur fram í skjölum sem blaðamenn Washington Post hafa komið höndum yfir en þar segir að landamæravörðum hafi verið skipað að vísa fólki á brott á þeim grundvelli að þau hafi á leið til Bandaríkjanna farið gegnum lönd þar sem finna megi smitsjúkdóma. Ekki er vísað til neinnar sérstakrar hættu í þessum skjölum. Fyrst verða sendir að minnsta kosti 1.500 hermenn að landamærunum og er það til viðbótar við þá 2.500 hermenn sem eru þar fyrir. Seinna meir stendur svo til að senda fleiri hermenn á svæðið. Meðal annars eru þessir hermenn sagðir eiga að aðstoða landamæraverði með því að reisa tálma á landamærunum, auka eftirlit og eiga flugmenn að flytja fólk á brott. Landamæravörðum hefur verið gert að snúa fólki sem kemur frá öðrum ríkjum en Mexíkó ekki við og senda þau þangað heldur halda þeim, svo hægt sé að flytja þau á brott með flugvélum. Einn af starfandi yfirmönnum varnarmálaráðuneytisins segir í yfirlýsingu sem Washington Post vitnar í að þetta sé eingöngu upphafið. Gripið verði til frekari aðgerða. Sagt að hætta að veita ráðgjöf Opinber gögn sem blaðamenn Wall Street Journal hafa séð benda einnig til þess að ríkisstjórn Trumps sé að veita fleiri opinberum starfsmönnum sömu völd og landamæraverðir hafa. Starfsmenn löggæslustofnana sem komi ekki að landamæravörslu muni hafa vald til að vísa fólki á brott, en það vald hafa þeir ekki haft áður. Forsvarsmenn löggæslustofnana eru sagðir ætla að lána starfsmenn til landamæravörslu á komandi misserum. Samhliða þessum aðgerðum hefur dómsmálaráðuneytið skipað verktökum að hætta að veita hælisleitendum og farandfólki sem stendur frammi fyrir brottvísin ókeypis ráðgjöf. Fyrstu lögin auðvelda brottvísanir Þingmenn samþykktu í gær ný lögg sem auðvelda yfirvöldum í Bandaríkjunum að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Lögin bera nafnið Laken Riley Act, í höfuð ungrar konu sem var myrt af manni frá Venesúela í fyrra. Það verða líklega fyrstu lögin sem Trump mun skrifa undir á þessu kjörtímabili. Tólf demókratar í öldungadeildinni greiddu atkvæði með frumvarpinu og 48 í fulltrúadeildinni. Frumvarpið felur í sér hertar aðgerðir á landamærum Mexíkó en eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur þingið ekki veitt fé til þessara aðgerða. Það gæti reynst erfiðara að samþykkja slíkt á þingi en lögin sjálf.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira