Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:32 Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Umferð Borgarlína Strætó Samgöngur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Sjá meira
Við samþykktum í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær að setja forgangsakrein fyrir strætó á 500 metra kafla vestanmegin á Kringlumýrarbraut í suðurátt milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar í samvinnu við Vegagerðina. Þetta mun stytta ferðatíma strætófarþega á háannatíma verulega eða um allt að 4-5 mínútur á sumum leiðum. Sérakreinar koma almennt í veg fyrir að farþegar almenningssamgangna sitji fastir í umferðarsúpu og gera leiðirnar og þjónustuna áreiðanlegri. Í nýju leiðaneti strætó er stefnt að því að Borgarlínuleið D aki Kringlumýrarbraut að og frá miðborginni. Með þessu er verið að taka frá það rými sem þarf undir sérrými Borgarlínu og nýta það sem forgangsrein fyrir strætó. Hluti af framkvæmdunum er að breyta leið 4 í átt að því hvernig leið D mun aka í Reykjavík í framtíðinni sem er að aka Kringlumýrarbraut milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar í stað þess að aka Háaleitisbraut. Styttir það för vagnanna og bætir gæði þjónustu við farþega. Hingað til fer strætó ekki þarna um þar sem að umferðin þykir of hæg á annatímum. Þykir því brýnt að bæta aðstæður fyrir strætó áður en strætó fer að aka þessa leið eins og stefnt er að. Engar biðstöðvar eru þarna í dag en þeim verður bætt við í kjölfarið. Miðeyjan verður minnkuð til að koma akreininni fyrir svo þarna er hvorki verið að taka akrein frá almennri bílaumferð eða stækka götukassann. Vonir standa til þess að bjóða út fyrsta hluta framkvæmdanna fyrir vorið og hefja svo framkvæmdir í framhaldinu. Við þekkjum það af reynslunni að innviðauppbygging mótar hegðun okkar. Meira svigrúm og rými fyrir strætó gerir þjónustunna áreiðanlegri og betri og styður við aukna notkun almenningssamgangna. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 70 bíla vikulega og við verðum að bregðast við þeirri rúmfræðilegu áskorun - að ég tali ekki um mengunina. Skilvirkasta aðferðin er uppbygging almenningssamgangna sem hefur margfalda afkastagetu á við bílinn. Þannig gagnast svona þróun okkur öllum, ekki síst þeim sem þurfa og vilja aka bíl. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, stjórnarformaður Strætó bs. og borgarfulltrúi Pírata.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun