Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Dagur Lárusson skrifar 23. janúar 2025 18:48 Haukakonur eru mættar í 2. sætið. vísir/anton Eftir góðan sigur á Val í síðustu umferð unnu Haukakonur dramatískan eins marks sigur á ÍR í kvöld. Fyrir leikinn var ÍR í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig en liðið hafði unnið aðeins tvo leiki í deildinni á tímabilinu. Lið Haukar var hins vegar í þriðja sætinu með átján stig. Fyrri hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur en það var ÍR sem byrjaði leikinn mikið betur og var komið í 4-1 forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar. Eftir þann kafla tók Haukaliðið við sér með Elínu Klöru í aðalhlutverki eins og svo oft áður og náði liðið forystunni en hún var þó alltaf naum. Aðeins eitt mark skildi á milli liðanna þegar lokakafli fyrri hálfleiks tók við en þá tóku ÍR-ingar aftur við sér og tóku algjörlega yfir leikinn. Sylvía Sigríður dró vagninn fyrir ÍR á þessu tímabili en eftir að Sara Dögg hafði skoraði eitt þá skoraði Sylvía þrjú mörk í röð sem gerði það að verkum að ÍR fór með fjögurra marka forystu í hálfleik. Staðan 15-11. En Haukar voru ekki lengi að rétta úr kútnum í seinni hálfleiknum en þegar um tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 20-21 fyrir Hauka. Eftir það jókst forskot gestanna smátt og smátt og var forystan orðin 21-25 þegar um sex mínútur voru eftir. Þá virtist koma smá skjálfti í gestina sem ÍR nýtti sér og náði að jafna leikinn, 25-25. Í þeirri stöðu var um það bil hálf mínúta eftir og Haukar með boltann. Rut Jónsdóttir fékk þá boltann og skoraði af miklu harðfylgi. ÍR-ingar skutust þá upp völlinn og höfðu um það bil fimmtán sekúndur til þess að ná að jafna. Dagmar Guðrún Pálsdóttir var sú sem skaut að marki en því miður fyrir ÍR-inga fór boltinn framhjá og fögnuðu Haukar því sigri. Atvik leiksins Það er erfitt að velja eitthvað eitt þar sem þetta var æsispennandi og skemmtilegur leikur. Síðasta mínúta leiksins stendur þó uppúr sem hófst með því að Dagmar Guðrún jafnaði fyrir ÍR, 25-25, áður en Rut Jónsdóttir nýtti alla sína reynslu og kom Haukum aftur yfir hinum megin þegar um það bil tuttugu sekúndur voru eftir. Dagmar fékk síðan ábyrgðina aftur hinum megin en þá brást ekki bogalistin. Þessi lokamínúta er atvik leiksins að mínu mati. Stjörnunar og skúrkarnir Sylvía Sigríður Jónsdóttir var algjörlega frábær í liði ÍR og skoraði 12 mörk auk þess sem hún fiskaði nokkur víti líka. Hún var klárlega maður leiksins en hinum megin var það sem fyrr Elín Klara sem stóð upp úr. Hvað skúrka varðar væri það heldur ósanngjarnt að velja einhverja leikmenn. Það sem var þó augljóst í þessum leik var að það vantaði upp á stöðugleika hjá báðum liðum og er það eitthvað sem bæði leikmenn og þjálfarar verða að taka til sín. Dómararnir Stefán Arnarson var ekki parsáttur við dómarana í hálfleik og fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk en að mínu mati stóðu þeir sig vel í dag. Stemning og umgjörð Það má alltaf vonast eftir því að það mæti fleiri stuðningsmenn á völlinn en þeir sem mættu létu vel í sér heyra og lifðu sig vel inn í leikinn. Umgjörðin er einnig frábær hjá ÍR-ingum í þessu nýja glæsilega húsi. Sólveig Lára Kjærnested: Fyrst og fremst ótrúlega svekkt Sólveig Lára Kjærnested.vísir/Anton „Ég er fyrst og fremst bara ótrúlega svekkt,“ byrjaði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Í seinni hálfleiknum þá fannst mér við fara aðeins inn í okkur og verða óöruggar og hætta að keyra á fullum krafti eins og við vorum að gera í fyrri hálfleiknum,“ byrjaði Sólveig Lára að segja. Sólveig var þó ánægð með marga kafla í leiknum. „Mér fannst við byrja svolítið þannig að við værum að sýna þeim of miklar virðingu en svo fannst mér við byrja að spila okkar leik sem við vitum að við getum spilað. Þá vorum við að stíga vel út í vörn og vorum að láta finna fyrir okkur og fiska mikið af vítum. Við vorum svo sannarlega að láta þær hafa fyrir hlutunum.“ „Mér fannst varnarleikurinn ganga vel í rauninni allan leikinn en það var í sóknarleiknum þar sem við brugðumst okkur. Á köflum fórum við að fara inn í skel og hætta að spila okkar leik og þegar það gerist þá ná þeir alltaf að koma til baka,“ endaði Sólveig Lára að segja. Díana Guðjónsdóttir: Við vorum langt frá okkar besta Díana Guðjónsdóttir.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vorum langt frá okkar besta og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ byrjaði Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum að fá á okkur fimmtán mörk í fyrri hálfleik sem er ekki í takt við okkur því við höfum verið að spila frábæra vörn undanfarið,“ hélt Díana áfram að segja. Díana talaði um þær breytingar sem hún sá á liðinu í seinni hálfleiknum. „Við fórum að vinna betur saman sem lið og við fórum ekki út úr skipulagi. Leikmenn fóru að taka meira af skarið og það opnaði glufur í þeirra vörn sem við náðum að nýta okkur.“ Díana sagði að það væri ekki boðlegt að byrja leiki aftur eins og Haukaliðið byrjaði þennan leik. „Við getum ekki vanmetið neitt lið í þessari deild og alls ekki ÍR þar sem við erum alltaf í vandræðum gegn þeim. Við verðum að skoða undirbúninginn og hvernig leikmenn komu til leiks því þetta er ekki í boði,“ endaði Díana á að segja Olís-deild kvenna ÍR Haukar
Eftir góðan sigur á Val í síðustu umferð unnu Haukakonur dramatískan eins marks sigur á ÍR í kvöld. Fyrir leikinn var ÍR í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig en liðið hafði unnið aðeins tvo leiki í deildinni á tímabilinu. Lið Haukar var hins vegar í þriðja sætinu með átján stig. Fyrri hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur en það var ÍR sem byrjaði leikinn mikið betur og var komið í 4-1 forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar. Eftir þann kafla tók Haukaliðið við sér með Elínu Klöru í aðalhlutverki eins og svo oft áður og náði liðið forystunni en hún var þó alltaf naum. Aðeins eitt mark skildi á milli liðanna þegar lokakafli fyrri hálfleiks tók við en þá tóku ÍR-ingar aftur við sér og tóku algjörlega yfir leikinn. Sylvía Sigríður dró vagninn fyrir ÍR á þessu tímabili en eftir að Sara Dögg hafði skoraði eitt þá skoraði Sylvía þrjú mörk í röð sem gerði það að verkum að ÍR fór með fjögurra marka forystu í hálfleik. Staðan 15-11. En Haukar voru ekki lengi að rétta úr kútnum í seinni hálfleiknum en þegar um tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum var staðan orðin 20-21 fyrir Hauka. Eftir það jókst forskot gestanna smátt og smátt og var forystan orðin 21-25 þegar um sex mínútur voru eftir. Þá virtist koma smá skjálfti í gestina sem ÍR nýtti sér og náði að jafna leikinn, 25-25. Í þeirri stöðu var um það bil hálf mínúta eftir og Haukar með boltann. Rut Jónsdóttir fékk þá boltann og skoraði af miklu harðfylgi. ÍR-ingar skutust þá upp völlinn og höfðu um það bil fimmtán sekúndur til þess að ná að jafna. Dagmar Guðrún Pálsdóttir var sú sem skaut að marki en því miður fyrir ÍR-inga fór boltinn framhjá og fögnuðu Haukar því sigri. Atvik leiksins Það er erfitt að velja eitthvað eitt þar sem þetta var æsispennandi og skemmtilegur leikur. Síðasta mínúta leiksins stendur þó uppúr sem hófst með því að Dagmar Guðrún jafnaði fyrir ÍR, 25-25, áður en Rut Jónsdóttir nýtti alla sína reynslu og kom Haukum aftur yfir hinum megin þegar um það bil tuttugu sekúndur voru eftir. Dagmar fékk síðan ábyrgðina aftur hinum megin en þá brást ekki bogalistin. Þessi lokamínúta er atvik leiksins að mínu mati. Stjörnunar og skúrkarnir Sylvía Sigríður Jónsdóttir var algjörlega frábær í liði ÍR og skoraði 12 mörk auk þess sem hún fiskaði nokkur víti líka. Hún var klárlega maður leiksins en hinum megin var það sem fyrr Elín Klara sem stóð upp úr. Hvað skúrka varðar væri það heldur ósanngjarnt að velja einhverja leikmenn. Það sem var þó augljóst í þessum leik var að það vantaði upp á stöðugleika hjá báðum liðum og er það eitthvað sem bæði leikmenn og þjálfarar verða að taka til sín. Dómararnir Stefán Arnarson var ekki parsáttur við dómarana í hálfleik og fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk en að mínu mati stóðu þeir sig vel í dag. Stemning og umgjörð Það má alltaf vonast eftir því að það mæti fleiri stuðningsmenn á völlinn en þeir sem mættu létu vel í sér heyra og lifðu sig vel inn í leikinn. Umgjörðin er einnig frábær hjá ÍR-ingum í þessu nýja glæsilega húsi. Sólveig Lára Kjærnested: Fyrst og fremst ótrúlega svekkt Sólveig Lára Kjærnested.vísir/Anton „Ég er fyrst og fremst bara ótrúlega svekkt,“ byrjaði Sólveig Lára Kjærnested, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Í seinni hálfleiknum þá fannst mér við fara aðeins inn í okkur og verða óöruggar og hætta að keyra á fullum krafti eins og við vorum að gera í fyrri hálfleiknum,“ byrjaði Sólveig Lára að segja. Sólveig var þó ánægð með marga kafla í leiknum. „Mér fannst við byrja svolítið þannig að við værum að sýna þeim of miklar virðingu en svo fannst mér við byrja að spila okkar leik sem við vitum að við getum spilað. Þá vorum við að stíga vel út í vörn og vorum að láta finna fyrir okkur og fiska mikið af vítum. Við vorum svo sannarlega að láta þær hafa fyrir hlutunum.“ „Mér fannst varnarleikurinn ganga vel í rauninni allan leikinn en það var í sóknarleiknum þar sem við brugðumst okkur. Á köflum fórum við að fara inn í skel og hætta að spila okkar leik og þegar það gerist þá ná þeir alltaf að koma til baka,“ endaði Sólveig Lára að segja. Díana Guðjónsdóttir: Við vorum langt frá okkar besta Díana Guðjónsdóttir.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vorum langt frá okkar besta og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ byrjaði Díana Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Hauka, að segja eftir leik. „Við vorum að fá á okkur fimmtán mörk í fyrri hálfleik sem er ekki í takt við okkur því við höfum verið að spila frábæra vörn undanfarið,“ hélt Díana áfram að segja. Díana talaði um þær breytingar sem hún sá á liðinu í seinni hálfleiknum. „Við fórum að vinna betur saman sem lið og við fórum ekki út úr skipulagi. Leikmenn fóru að taka meira af skarið og það opnaði glufur í þeirra vörn sem við náðum að nýta okkur.“ Díana sagði að það væri ekki boðlegt að byrja leiki aftur eins og Haukaliðið byrjaði þennan leik. „Við getum ekki vanmetið neitt lið í þessari deild og alls ekki ÍR þar sem við erum alltaf í vandræðum gegn þeim. Við verðum að skoða undirbúninginn og hvernig leikmenn komu til leiks því þetta er ekki í boði,“ endaði Díana á að segja