„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2025 14:32 Snorri Steinn er með báða fætur á jörðinni þó svo gengið hafi verið frábært á HM. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. „Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Hluti af því er að halda mönnum á jörðinni. En við erum með reynslubolta í liðinu. Menn eiga að þekkja þetta og vita um hvað þetta snýst. Það er kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið. Það er langt frá því. Við þurfum meira,“ sagði Snorri ákveðinn. Það er óhætt að segja að liðið hafi tekið gríðarlegum framförum undir stjórn Snorra á einu ári. Hver er lykillinn að því að hans mati? „Það er eflaust eitt og annað. Ég hef lagt áherslu á það í langan tíma að vera ekki að bíða eftir því að hlutirnir gangi upp heldur að þeir láti þá ganga upp. Strákarnir hafa gert það. Hugarfarið er til algjörrar fyrirmyndar,“ segir þjálfarinn stoltur af sínum mönnum. Klippa: Snorri spenntur fyrir Króatíu Hann á líklega eitthvað í því að Aron Pálmarsson er byrjaður að blómstra á nýjan leik þó svo hann vilji nú ekki meina það. „Hugarfarið hjá honum er ástæðan. Hann á heiðurinn af þessu alveg sjálfur. Ég hef fundið það hjá honum síðan ég tók við landsliðinu að það væri mikill hugur og hungur hjá honum. Hann vill ná árangri.“ Viggó Kristjánsson hefur fengið afar takmarkaða hvíld á mótinu til þessa en Snorri óttast ekki að hann springi. „Nei, ekkert svakalega. Ég skil pælingarnar og vangavelturnar. Við verðum að hvíla hann samt meira og þetta gengur ekki endalaust.“ Sérstakara fyrir Dag en okkur Í kvöld mætast á hliðarlínunni tveir af dáðustu sonum Vals. Snorri og svo Dagur Sigurðsson sem þjálfar Króata. Snorri vill nú ekki gera mikið úr þeirra einvígi. „Það er alltaf aðeins öðruvísi að mæta Íslendingi. Svo þegar leikur byrjar er maður ekkert að hugsa um það. Við erum bara að spila við Króatíu. Ætli það sé ekki aðeins sérstakara fyrir hann en okkur. Hann hefur gert það áður og ég held að hann kippi sér ekki upp við það,“ segir Snorri og bætir við að liðið þurfi að spila áfram af sama krafti til að vinna. „Mér finnst við eiga inni í sókninni. Þetta er þarna og það kemur. Það er jákvætt að eiga eitthvað inni eftir tvær góðar frammistöður.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira