Innlent

Skil­orðs­bundið fangelsi fyrir að á­reita dreng í sturtuklefa

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Atvikið átti sér stað í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart barni í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað í júní 2022.

Manninum var gefið að sök að snerta og taka utan um getnaðarlim drengs í sturtuklefanum og segja að „hann væri ekki með standpínu.“

Maðurinn játaði skýlaust sök. Dómnum þótti sannað með játningu mannsins og öðrum gögnum málsins að maðurinn hefði gerst sekur um það sem hann væri ákærður fyrir.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess hve mikill dráttur varð á málinu, en manninum var ekki kennt um hann. Hins vegar var litið til ungs aldurs drengsins og alvarleika brotsins.

Líkt og áður segir var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá er honum gert að greiða drengnum 500 þúsund krónur í miskabætur, og rúma milljón til viðbótar í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×