Í þættinum Ísland í dag kynnumst við gullævintýri á Grænlandi með sveitapilti frá Torfastöðum í Biskupstungum, Eldi Ólafssyni. Stöð 2 slóst í för með Eldi og samstarfsmönnum til að heimasækja Nalunaq-námuna á Suður-Grænlandi. Lagt var upp frá Reykjavíkurflugvelli og flogið til Narsarsuaq. Þaðan þurfti að taka þyrlu á námasvæðið.
Svo skemmtilega vill til að gullnáman er í hinni fornu Eystribyggð sem Eiríkur rauði stofnaði fyrir þúsund árum. Tóftir forns norræns sveitabýlis eru meira að segja skammt frá vinnubúðum gullvinnslunnar.
Hér má sjá þáttinn:
Stöð 2 fjallaði í lok nóvember um upphaf gullvinnslunnar í þessari frétt: