„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 20:31 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluaðila vera langt frá því að ná saman. Vísir/Ívar Fannar Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57