Ómerkilegir þættir um merkilega konu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. janúar 2025 07:01 Nína Dögg Filippusdóttir sem Vigdís Finnbogadóttir og Thelma Rún Hjartardóttir sem Ástríður Magnúsdóttir. Báðar leikkonur standa sig frábærlega í þáttunum. Rúv Þáttaröðin Vigdís er vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið. Vigdís er leikin þáttaröð í fjórum þáttum um líf Vigdísar Finnbogadóttur. Elín Hall leikur unga Vigdísi en Nína Dögg Filippusdóttir leikur hana eldri. Auk þeirra fara Sigurður Ingvarsson, Hanna María Karlsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson með stór hlutverk. Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða þættina fyrir Vesturport og Ágústa skrifar handritið ásamt Björgu Magnúsdóttur. Björn Hlynur og Tinna Hrafnsdóttir skipta leikstjórn þáttanna á milli sín. Vigdís Finnbogadóttir varð árið 1980 fjórði forseti lýðveldisins, fyrsta lýðræðislega kjörna konan í heiminum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur notið jafn breiðs stuðnings og jafn mikillar hylli og Vigdís. Upphafning og umfjöllun Þegar Vigdís varð forseti hætti hún að vera bara Vigdís og varð að táknmynd. Allt í senn sameiningartákn þjóðar, táknmynd fyrir framúrstefnuleg viðhorf og fyrirmynd íslenskra kvenna. Að farsælli forsetatíð lokinni hefur sú táknmynd fest sig enn frekar í sessi. Vigdís Finnbogadóttir nýkjörinn forseti árið 1980.Getty Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnuð árið 2001 innan Háskóla Íslands, Vigdísarstofnun árið 2017 og Veröld, bygging skólans, var sama ár kennd við Vigdísi. Síðan hafa bæði Vigdísarverðlaun og jafnréttisverðlaun Vigdísar verið sett á laggirnar. Á liðnu ári var opnuð sýningin Ljáðu mér vængi um ævi og áhrif Vigdísar í Loftskeytastöðinni og stendur hún til 2030. Á afmælisdegi Vigdísar, 15. apríl, ár hvert hefur sú hefð skapast að Íslendingar þakki Vigdísi fyrir framlag hennar með myllumerkinu #TakkVigdís. Veröld - hús Vigdísar hýsir kennslustofur fyrir nemendur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.HÍ Mikið hefur verið fjallað um Vigdísi: má þar nefna bækurnar Vigdís: Kona verður forseti eftir Pál Valsson, Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur, Vigdís forseti: Kjör hennar og fyrsta ár í embætti eftir Guðjón Friðriksson og Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. Í sjónvarpi hafa birst heimildaþættir og myndir á borð við Ljós heimsins, Vigdís á tímamótum, Vigdís – Fífldjarfa framboðið og Vigdís - forseti á friðarstóli. Framboð á umfjöllun um Vigdísi hefur verið töluvert og eftirspurnin virðist ekki minni. Skáldað efni byggt á ævi hennar var í raun það eina sem var eftir. Hættan við ævisöguna Það er vandmeðfarið að búa til skáldævisögulegt efni um raunverulegar persónur. Í tilviki Vigdísar er það enn vandasamara, sökum þess hve mikillar hylli hún nýtur og vegna þess hve nálægt við erum sögunni í tíma. Stærsta hættan við slíkt er að verða meðvirkur gagnvart umfjöllunarefninu. Það getur annað hvort birst í leiðtogadýrkun eða átakalítilli sögu. Önnur hætta er að taka of mikið skáldaleyfi þannig það valdi óánægju með sannleiksgildi þáttanna. Þriðja hættan er að færast of mikið í fang með því að afmarka ekki söguefnið. Feta þarf ákveðinn milliveg sem tekst bærilega í tilviki Vigdísar. Nína Dögg fangar vel hina björtu og hugprúðu Vigdísi.Rúv Aðstandendur þáttanna eru sekir um vissa hetjudýrkun. Er það kannski óumflýjanlegt í ljósi umfjöllunarefnisins? Hindranir Vigdísar í þáttunum eru aldrei komnar til vegna breyskleika hennar, þær eru áföll eða óréttlæti sem hún mætir. Þegar hún mætir mótlæti, svo sem í kosningabaráttunni, eru það samantekin ráð ríkjandi afla um að fella hana úr leik. Við sjáum hana varla misstíga sig, hvað þá taka út einhvern þroska. Þættirnir minna þannig á Jesúmynd, minnisvarða um afrek. Alltof oft taka ævisögulegar myndir eða þættir fyrir alla ævi viðkomandi svo hlaupið er á hundavaði um söguna. Tímabilið sem er til umfjöllunar í Vigdísi nær yfir 30 ár en skiptist í tvö tíu ára tímabil. Annars vegar frá því Vigdís útskrifast frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og þar til hún skilur við Ragnar 1959. Hins vegar frá því Vigdís berst fyrir rétti sínum til ættleiðingar 1971 og þar til hún verður forseti 1980. Tímastökkið kemur í veg fyrir að þeysast þurfi í gegnum söguna. Líkindin milli Elínar Hall og ungrar Vigdísar eru ískyggileg en Elín er líka fantagóð leikkona.Rúv Þættirnir fjalla hver þeirra um afmarkað tímabil í lífi Vigdísar. Fyrsti þátturinn fjallar um skólaár Vigdísar, annar um húsmóðurlíf hennar á Norðurlöndum, sá þriðji um leikhússtjórastarfið og síðasti þátturinn fjallar um kosningabaráttuna. Þannig virkar hver þáttur sem sjálfstæð heild. Þættirnir eru í lengri kantinum, um og undir klukkutími. Þó veltir maður fyrir sér að áhorfi loknu hvort átta hálftíma þættir hefðu kannski dekkað betur ólík tímabil og um leið verið hnitmiðaðri. Fyrir þá sem hafa ekki séð þættina og hafa enn áhuga á því er best að stökkva yfir næstu kafla fram á niðurstöðurnar neðst. Sjálfstæðisbarátta stúlku í karlaheimi Þáttaröðin er rammasaga og hefst á sjónvarpskappræðum milli frambjóðendanna Vigdísar, Alberts, Guðlaugs og Péturs fyrir kosningarnar 1980. Uppsetningin minnir á Slumdog Millionaire þar sem söguhetjan svarar hverri spurningu með því að rifja upp atburði úr lífi sínu. Vigdís er spurð út í ákveðna þætti úr fortíð sinni sem hún svarar fyrir og færir okkur þannig aftur í tímann. Elín Hall er stórfín sem ung Vigdís, við hlið hennar er vinkonan Guðrún sem er leikin af Aþenu Vigdísi, barnabarni forsetans.Rúv Fyrsti þáttur gerist í Reykjavík að nýloknu stríði í miðju „ástandi“. Vigdís (Elín Hall) er með vinkonum sínum á kaffihúsi og allt í kring eru bandarískir hermenn. Framan af þættinum rekur Vigdís sig ítrekað á veggi kynjamisréttis. Henni er meinað að fara í bíó að kvöldi til vegna ástandsins. Henni gremst að þær skólasystur fái ekki jafngott nám og strákarnir. Svo er henni ekki boðið með í gáfumannaklúbb strákavina sinna því þeir hittast á kvöldin. Konur í buxum krefjast þess að fá jafngott nám og karlarnir.Rúv Að hvatningu yngri bróður síns, Bóa (Ágúst Wigum), ákveður Vigdís að mæta klædd eins og strákur í skólann og krefjast þess að stelpurnar fái sömu kennslu og þeir. Persóna Vigdísar er of oft passíf, þar sem stórar ákvarðanir hennar eru að tilstuðlan annarra, sem er í mótsögn við sögu hennar og persónulýsingar samtímamanna. Hvatningu Bóa má sjá speglast síðar í hvatningu Möggu þegar Vigdís ætlar að gefast upp á ættleiðingunni. Vel hefði mátt skrifa Vigdísi sem aktívari söguhetju sem tekur sjálf upp á að vaða í málin. Vigdís leiddi her sinn inn í gamla skóla eins og Sesar yfir Rúbikon forðum daga. „Við höfum áhuga á að læra eitthvað hérna í skólanum,“ segir Vigdís svo við latínukennarann Hermóð (Guðmundur Ólafsson) sem fellst á það og skrifar á töfluna eina frægustu setningu Júlíusar Sesars „Alea Iacta Est,“ þýtt „Teningunum er kastað“. Vigdís storkar hefðbundnu kyngervi með hegðun sinni. Frasinn á töflunni er ódýrt bragð höfunda til að undirstrika mikilvægi þess frekar en að leyfa gjörningnum að tala sínu máli. Sjálfstæðisbarátta Vigdísar heldur áfram þegar hún laumast út að kvöldi til og fer í strákaklúbbinn. Hún er tekin á teppið af föður sínum (Eggert Þorleifsson) sem bíður eftir henni heima fyrir. Fljótlega eftir það byrjar hún að slá sér upp með Ragnari (Sigurður Ingvarsson) en það er sýnt með einu löngu atriði á Mokka kaffi þar sem þau kveikja ástareld með eldspýtum. Bói hvetur Viggu sína áfram en þau systkinin voru afar náin.Rúv Sem períóda virkar Vigdís fantavel og það má þakka frábærum búningum Helgu I. Stefánsdóttur og gervum Joséphine Hoy. Leikmynd Heimis Sverrissonar lukkast sömuleiðis mjög vel en það er ekki auðvelt verk í gjörbreyttri borg. Herdísi Stefánsdóttur og Sölku Valsdóttur tekst líka vel í að skapa hljóðheim þess tíma. Það eina sem stingur í stúf er tungumálið sem verður stundum fullnútímalegt. Hernáminu lýkur, árgangur Vigdísar útskrifast og hún kemst inn í háskóla í Grenoble. Föður hennar lýst ekkert á það og Ragnari ekki heldur en bróðir hennar og mamma (Hanna María) hvetja hana áfram. Skömmu eftir það sjáum við samtal Vigdísar og Ragnars sem er ósáttur og segist þurfa að hugsa málið. Um leið og hann gengur úr mynd hefur verið döbbað inn: „Ég held við ættum að slíta þessu,“ væntanlega af því hitt hefur ekki þótt nógu afgerandi. Döbbið kippir manni hins vegar algjörlega úr þættinum. Sigurður Ingvarsson er sannfærandi sem hinn fúllyndi Ragnar.Rúv Fýluför til Frakklands og stóra áfallið Vera Vigdísar í Grenoble entist aðeins í nokkra mánuði en þættirnar gefa manni hins vegar enga tilfinningu fyrir staðnum. Fyrir utan stöku borgarskot (tvö eða þrjú) fer dvölin meira og minna fram uppi á loftinu þar sem hún býr. Við sjáum hana mæta stuttlega í skólann og falla á lokaprófinu. Vigdís og Ragnar hittast á ný. Í fáum atriðum án efnismikilla samtala sjá áhorfendur lítið hvernig Ragnar heillar Vigdísi svona upp úr skónum. Þó samklipp (e. montage) geti verið ódýrt bragð hefði það verið tilvalið til að gefa áhorfendum betri tilfinningu fyrir sambandinu og þróun þess. Fyrir utan yfirlýsingar Vigdíar um hvað hún sé glöð er erfitt að skilja hvers vegna. Vigdís og Bói ræða sín á milli.Rúv Samband Bóa og Vigdísar hefði sömuleiðis mátt styrkja til muna. Áhorfendur sjá nokkur samtöl þeirra á milli, aðallega þar sem hann er að stappa í hana stálinu. Sú mikla væntumþykja og nánd sem var á milli þeirra kemst ekki nægilega vel til skila. Í ævisögu Vigdísar er því lýst að hún hafi verið honum eins og önnur móðir. Sumarið líður og stærsta áfall í lífi Vigdísar skekur heim hennar; Bói drukknar í útilegu. Áfallið er hins vegar ekki nógu undirbyggt í þættinum. Bói er fyrirferðamikill framan af en er ekki nógu nálægur fram að drukknuninni þannig að skellurinn hafi tilætluð áhrif. Loks þegar fréttirnar berast fær faðirinn þær í síma án þess að áhorfendur heyri. Sú ákvörðun dregur enn frekar úr dramatíkinni. Þar kemur líka enn skýrar í ljós hve illa Eggert og Hanna passa í hlutverk Finnboga og Sigríðar. Þau voru um fertugt þegar þau eignast Vigdísi og sextug þegar Bói deyr. Eggert og Hanna eru hins vegar á áttræðisaldri og eru engan veginn sannfærandi sem foreldrar svo ungs fólks. Leikaravalið virðist hugsað svo þau geti áfram leikið foreldrana tuttugu til þrjátíu árum síðar. Eggert Þorleifsson og Hanna María Karlsdóttir passa ekki í hlutverk foreldra Vigdísar í fyrsta þætti, að mati rýnis.Rúv Einvera og örðugleikar Í öðrum þætti er allt í blóma, Vigdís komin til Parísar og aftur tekin saman með Ragnari. Hún verður óvænt ólétt og þarf að hætta námi. Þau giftast í kjölfarið og hún flytur með honum til Danmerkur. Ragnar og Vigdís ásamt foreldrum Vigdísar, Finnboga Rúti og Sigríði, auk prests.Rúv Í fyrsta þættinum koma margir við sögu en nú er sjónum beint að Vigdísi og Ragnari. Henni leiðist lífið sem húsmóðir og verður fyrir því áfalli að missa fóstur. Samhliða endurteknum fósturmissi fara að myndast sprungur í hjónabandinu, Ragnar vill að hún einbeiti sér að því að eignast börn en hún þráir enn að læra og skráir sig í nám í leikhúsfræðum. Eintóna drunginn er brotinn upp þegar Vigdís hlýðir á fyrirlestur Halldórs Laxness sem þarna er á hátindi ferilsins. Laxness er leikinn af Sjón sem nær töktum skáldsins. Senan fangar helst persónutöfra Laxness en einnig mikinn bókmenntaáhuga Vigdísar. Sjón nær Laxness ágætlega, sérstaklega fasi hans og talanda.Rúv Þjóðskáldið hittir tilvonandi forseta, konu sem á eftir að brjóta blað í sögunni. Þetta liggur áhorfendum ljóst fyrir en kvikmyndagerðarfólkið vill koma því rækilega til skila að um tímamót sé að ræða. Laxness spyr konuna ungu til nafns sem svarar: „Vigdís Finnbogadóttir,“ meðan myndavélin súmmar hægt inn á hana undir dramatískri tónlist. Rembingurinn er svo mikill að áhrifin verða ekki kraftmikil heldur kjánaleg. Óvænt stöðuhækkun Ragnars verður til þess að hjónin flytja til Eskilstuna í Svíþjóð. En ekki batnar hjónabandið. Örðugleikarnir birtast í fýlu og leiðindapillum Ragnars og gremju Vigdísar gagnvart lífinu í Svíþjóð. Sigurður Ingvarsson gerir vel í að leika Ragnar sem verulega ósympatískan, bæði þegar hann er fúll en líka þegar hann glottir. Persóna Ragnars er nánast of leiðinleg, áhorfendur eiga erfitt með að skilja hvernig Vigdís þolir hann. Ragnari gremst ýmislegt sem Vigdís gerir.Rúv Átökin milli Vigdísar og Ragnars blossa upp í rifrildi í miðju matarboði með sænskum vinahjónum. Áhorfendur eru fegnir smá átökum eftir drunga og depurð nær allan þáttinn. Strax í næstu senu vill Ragnar skilja við Vigdísi og segir aðra konu vera í spilinu. Viðbrögð Vigdísar eru passíf og verka undarlega á áhorfendur. Hún reiðist ekki heldur reynir strax að halda hjónabandinu gangandi. Hann segir hina konuna vera ólétta og rekur þar með síðasta naglann í líkkistuna. Vigdís skrifar niðurbrotin heim og greinir foreldrum sínum frá skilnaðinum. Handritshöfundar hafa þar nýtt persónuleg bréfaskrif Vigdísar en sá kafli er einn sterkasti hluti þáttarins: „Þessi ákvörðun er rothögg fyrir mig. Stolt mitt er sært, ég upplifi niðurlægingu og ósigur. Enn eitt verkefnið hefur molnað í höndunum á mér. Hvað ætli sá dagur heiti að ég geti orðið ykkur til ofurlítils sóma?“ Baráttan fyrir ættleiðingu Hjónabandið með Ragnari hefði sennilega dugað í einn styttri þátt en það er enn þriðjungur eftir af þættinum. Þessi síðasti þriðjungur fjallar um tilraunir Vigdísar til að ættleiða sem einstæð kona og virkar sem eins konar brú milli yngri og eldri Vigdísar. Vigdís reynir fyrst að ættleiða skömmu eftir að hún kemur heim 1959 hjá ættleiðingastofnun en fær þvert nei. Rúmlega fertug reynir hún aftur að ættleiða fjórtán árum síðar og leitar til ættleiðinganefndar. Henni er aftur hafnað sökum þess að hún er einhleyp. Í millitíðinni er hinn skosk-íslenski Magnús Magnússon (Björn Hlynur) kynntur til sögunnar í „meet-cute“-senu í Dómkirkjunni. Magnús Magnússon er hálfdularfull persóna og samband hans við Vigdísi aldrei skýrt almennilega. Maður veltir því fyrir sér hvort málið hafi verið viðkvæmt fyrir aðstandendur.Rúv Vigdísi misbýður framkoma nefndarinnar en ætlar að gefast upp. Magga vinkona segir þá við hana: „Þú ferð ekki að láta einhverja ættleiðinganefnd með gamaldags hugsunargang segja þér að þú getir ekki orðið mamma.“ Enn og aftur er það utanaðkomandi hvatning sem rekur hana af stað. Eftir grúsk í lögfræðiritum í Lögbergi, samtal við lögfræðing og pex við nefndina kemur Vigdís því í gegn að hún sé sett á lista fyrir ættleiðingar. Aftur er maður þó hugsi yfir skiptingu þáttanna, það sem tengir ólíka hluta þáttarins saman er þrá Vigdísar eftir barni. Hvor hluti líður þó fyrir það að vera ekki sjálfstæður. Fyrri hlutinn hefði verið mun sterkari hefði hann endað við fyrri höfnunina eða skilnaðinn. Samþykkið hefði um leið notið sín betur hefði það fengið að standa í sjálfstæðum þætti. Frönskutímar, leikhúsið og dularfullur Magnús Þriðji þáttur hefst árið 1972 á sterkri senu. Rauðsokkur trufla keppni Ungfrúar Íslands með því að mæta til leiks með sinn fulltrúa, beljuna Perlu Fáfnisdóttur og á sama tíma er Vigdís að kenna sinn síðasta frönskutíma í sjónvarpi með Gérard Ventey. Vigdís kenndi frönsku í sjónvarpi frá 1970 til 1971.Rúv Vigdís er fjarri kvenréttindabaráttu Rauðsokkanna (þó hún hafi reyndar gengið í frægri göngu Rauðsokka 1. maí) og einbeitir sér að því að feta sinn feril innan mennta- og menningargeirans. Það kemur ekki fram í þáttunum en á þessum tímapunkti hafði hún kennt frönsku í menntaskóla í tíu ár auk sjónvarpskennslunnar í eitt ár. Vigdís tekur til starfa sem leikhússtjóri og verður strax umdeild innan leikarahópsins vegna ákvörðunar sinnar um að fórna vinsælum farsa á kostnað listrænni verka. Á sama tíma er hún enn að bíða eftir því að ættleiða barn og á í illskilgreinanlegu vinasambandi með hinum gifta Magnúsi Magnússyni. Ýjað er að því að Vigdís og hinn gifti Magnús hafi verið meira en bara vinir. En það er unnið aðeins of lítið með sambandið.Rúv Dimmt yfir nýbakaðri móður Vigdís fær barnið loksins í hendurnar í þriðja þætti eftir mikla bið. Baráttan við ættleiðinganefnd og sjálf ættleiðingin hefðu virkað vel saman í einum þætti en hlutverk barnsins í þriðja þætti er helst að auka flækjustigið í leikhúsvandræðum Vigdísar. Eitt sem gagnrýnanda þótti nokkuð athugavert og tengist ættleiðingunni er lýsing í þáttunum. Ljósameistari seríunnar er Tobias Juhl en lýsingin er í takt við ákveðna tísku sem hefur tröllriðið norrænni sjónvarps- og kvikmyndagerð undanfarin ár. Það er áherslan á náttúrulega lýsingu þar sem náttúrulegir ljósgjafar eða minni lýsing er notuð. Þegar Vigdís fær Ástríði fyrst í hendurnar er það inni í herbergi á spítalanum. Áhorfendur horfa aðeins upp á þær mægður þar sem þær standa fyrir framan glugga. Fyrir aftan þær er þungskýjaður grár himinn notaður sem ljósgjafinn í atriðinu. Andlit Vigdísar er dimmt og í bakgrunni er grár himinn. Vigdís er baklýst og fyrir vikið verður andlit hennar dimmt sem maður vill ekki sjá. Vissulega er andlit Ástríðar lýst upp þegar skipt er um sjónarhorn en hér hefði maður viljað sjá þær eins bjartar og mögulegt er. Grár himinn er heldur ekki alveg hentugasta myndmálið. Hvort það er staðarval sem veldur eða vilji til að halda samræmi í lýsingu finnst mér að gera hefði mátt betur. Annað hvort hefði þurft að haga uppstillingu senunnar öðruvísi eða lýsa hana almennilega upp. Þá er gott að rifja upp orð tökumannsins Andrew Lesnie sem var spurður hvaðan ljósið ætti að koma inni í myrkum helli í Hringadróttinssögu. Hann svaraði: „Frá sama stað og tónlistin.“ Sigrar og áföll Ekki nóg með að Vigdís sé upp á kant við leikarana heldur lendir hún líka í vandræðum vegna ríflegrar hækkunar borgarstjórnar á leigunni. Vigdís fer á fund Alberts Guðmundssonar, sem þá er yfir menningarmálum í borgarstjórn, en hann hafnar beiðni hennar um frestun. Vigdís breytir um kúrs og ákveður að einblína frekar á söluvænleg verk samhliða því að koma á veitingasölu, árskortasölu og ýmsum öðrum breytingum. Hún vinnur leikhúsráðið og leikarana aftur á sitt band. Á sama tíma og hún vinnur þennan mikla sigur eru blikur á lofti fyrir hana persónulega. Hún er komin með brjóstakrabbamein. Vigdís bíður þess að fara í brjóstnám. Magnús Magnússon sem Vigdís er nýlega búin að kenna dóttur sína við, Ástríði Magnúsdóttur, virðist ætla að styðja við bakið á Vigdísi en hættir við á síðustu stundu og skilur hana eftir eina á báti. Samband þeirra tveggja hefur fram til þessa verið svo óskýrt að svikin verða ekki þetta reiðarslag sem þau virðast eiga að vera. Það sama á við um sigur Vigdísar í leikhúsinu, manni líður ekki eins og það sé neitt stórkostlegt undir og fyrir vikið hreyfir þráðurinn lítið við manni. Þátturinn endar á því að Vigdís gengur inn í skurðstofuna með móður hennar og Möggu í baksýn. Stóri slagurinn Líkt og í þriðja þætti hefst sá síðasti á því að Rauðsokkur fá orðið. Saga Vigdísar er þannig sögð samhliða sögu kvenréttindabaráttunnar. Lítið hefur áunnist frá Kvennafrídeginum fimm árum áður og því er skorað á konur að bjóða sig fram. Nafn Vigdísar er ítrekað nefnt en hún vill sjálf ekkert með það hafa þrátt fyrir eggjan frá Möggu vinkonu. Eftir að henni berst áskorun frá togaraáhöfn um að bjóða sig fram ákveður hún að íhuga málið. Vigdís er ekki sú eina sem efast um hæfni sína, móðir hennar gerir það líka og blaðamenn herja á hana vegna fortíðar hennar, reynsluleysis og fyrri skoðana. Rauðsokkunum finnst hún vera forréttindapési og ekki hafa stutt kjarabaráttu nægilega vel þannig þær bíða með að styðja hana. „Það á ekki að kjósa mig af því ég er kona, það á að kjósa mig af því ég er maður.“rúv Hér færist loks dálítill hasar í þættina sem hafa einkennst af þyngri senum. Í fyrsta sinn kemur líka almennilega fram sú glaðværa og hnyttna Vigdís sem má lesa um í samtímalýsingum. Vigdís afvopnar hér hvern karlinn á fætur öðrum með tilsvörum sínum, til dæmis þegar hún er spurð út í getu sína til að gegna embætti með aðeins eitt brjóst: „Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti,“ svarar hún þá. Nína Dögg fangar Vigdísi vel, ekki bara í fasi heldur líka svipbrigðum og tóni. Hún nær að fanga þennan hátíðleika forsetans án þess að verða of stíf eða rembingsleg. Þá er hún hæfilega glettin og prakkaraleg í tilsvörum. Kristín Þóra er virkilega öflug sem hin drífandi ástríðufulla Magga sem fær stærri rullu en í fyrri þáttum. Magga og Eggert fylgjast með síðustu kappræðunum. Eggert styður framboð Alberts en endar á að kjósa Vigdísi.Rúv Persóna Möggu er áhugaverðasti karakter seríunnar og gott mótvægi við Vigdísi. Þegar Vigdís fer út í nám verður Magga eftir, eignast börn og heldur heimili, hlutskipti flestra kvenna á þessum tíma. Vigdís einblínir svo á starfsferil sinn meðan Magga berst með Rauðsokkunum fyrir réttindum kvenna. Vigdís fer loks fram fyrir tilstilli og hvatningu Möggu. Hún má svo þakka Möggum landsins fyrir að gera hana að fyrsta kvenforseta þjóðarinnar. Vigdís er dregin í dilka, greinar skrifaðar um þátttöku hennar í NATO-göngum og andstaða hennar við herinn er dreginn fram í ljósið. Hún neitar að svara fyrir sig eða fara niður á plan þeirra sem fara með rógburð. Hasarinn er meiri en áður en það verða þó engar meiriháttar vendingar, Vigdís heldur sínum kúrs og stendur sig síðan gríðarvel í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir kosningar. Magga vekur Vigdísi um morguninn og færir henni þær fregnir að hún sé búin að breyta sögunni. Tilfinningarnar eru ósviknar og maður getur ekki annað en orðið meyr við áhorfið. Vigdís stígur út og klippt er á gamla útsendingu af fyrstu ræðu forsetans. Niðurstaða Fyrir fólk sem dáir Vigdísi Finnbogadóttur mun Vigdís slá rækilega í gegn. Fyrir áhugasama og forvitna um forsetann fyrrverandi vekur þáttaröðin örugglega enn meiri forvitni. Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði og má þar kenna átakalítilli sögu um. Mikið er lagt í framleiðsluna, búningar og gervi eru eins og dregin út úr fortíðinni, leikmyndin er sannfærandi og tónlistin góð þó drungi taki yfir á löngum köflum. Lýsing og myndataka eru fagmannlegar þó undirrituðum finnist vantar meiri og dýnamískari lýsingu. Fjöldi leikara fer með hlutverk í þáttunum og er leikurinn heilt yfir stórgóður. Aðalleikkonurnar Elín Hall og Nína Dögg eru stórkostlegar en Kristín Þóra er líka fantagóð. Gaman er að sjá unga leikara spreyta sig, Ísadóra Bjarkardóttir er frábær sem Magga og Ágúst Wigum ágætur sem Bói. Þá er aragrúi góðra aukaleikara, hvort sem það er Thelma Rún, Ebba Katrín, Jóhannes Haukur, Bergur Ebbi, Sólveig Arnars eða Björn Thors. Hanna María Karlsdóttir er frábær sem öldruð móðir Sigríðar þó hún sé ekki sannfærandi í fyrstu tveimur þáttunum. Það sem dregur úr ágæti Vigdísar er handritið og uppbygging þáttanna. Sambönd persóna eru ekki þróuð nægilega til að ákveðnar vendingar hreyfi við manni. Sömuleiðis tekst ekki að búa til nægilega mikla spennu þegar þess þarf. Vigdís þroskast ekkert sem persóna og skortir breyskleika til að verða trúanleg persóna. Stóra spurningin sem ákvarðar hvort ævisögulegt efni heppnast eða ekki er: „Myndi ég nenna að horfa áfram ef þetta væri um skáldaða persónu en ekki alvöru manneskju?“ Svarið í tilfelli Vigdísar er því miður: „Nei.“ Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. 20. janúar 2025 14:02 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Vigdís er leikin þáttaröð í fjórum þáttum um líf Vigdísar Finnbogadóttur. Elín Hall leikur unga Vigdísi en Nína Dögg Filippusdóttir leikur hana eldri. Auk þeirra fara Sigurður Ingvarsson, Hanna María Karlsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Jóhannes Haukur Jóhannesson með stór hlutverk. Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða þættina fyrir Vesturport og Ágústa skrifar handritið ásamt Björgu Magnúsdóttur. Björn Hlynur og Tinna Hrafnsdóttir skipta leikstjórn þáttanna á milli sín. Vigdís Finnbogadóttir varð árið 1980 fjórði forseti lýðveldisins, fyrsta lýðræðislega kjörna konan í heiminum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur notið jafn breiðs stuðnings og jafn mikillar hylli og Vigdís. Upphafning og umfjöllun Þegar Vigdís varð forseti hætti hún að vera bara Vigdís og varð að táknmynd. Allt í senn sameiningartákn þjóðar, táknmynd fyrir framúrstefnuleg viðhorf og fyrirmynd íslenskra kvenna. Að farsælli forsetatíð lokinni hefur sú táknmynd fest sig enn frekar í sessi. Vigdís Finnbogadóttir nýkjörinn forseti árið 1980.Getty Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum var stofnuð árið 2001 innan Háskóla Íslands, Vigdísarstofnun árið 2017 og Veröld, bygging skólans, var sama ár kennd við Vigdísi. Síðan hafa bæði Vigdísarverðlaun og jafnréttisverðlaun Vigdísar verið sett á laggirnar. Á liðnu ári var opnuð sýningin Ljáðu mér vængi um ævi og áhrif Vigdísar í Loftskeytastöðinni og stendur hún til 2030. Á afmælisdegi Vigdísar, 15. apríl, ár hvert hefur sú hefð skapast að Íslendingar þakki Vigdísi fyrir framlag hennar með myllumerkinu #TakkVigdís. Veröld - hús Vigdísar hýsir kennslustofur fyrir nemendur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.HÍ Mikið hefur verið fjallað um Vigdísi: má þar nefna bækurnar Vigdís: Kona verður forseti eftir Pál Valsson, Ein á forsetavakt eftir Steinunni Sigurðardóttur, Vigdís forseti: Kjör hennar og fyrsta ár í embætti eftir Guðjón Friðriksson og Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. Í sjónvarpi hafa birst heimildaþættir og myndir á borð við Ljós heimsins, Vigdís á tímamótum, Vigdís – Fífldjarfa framboðið og Vigdís - forseti á friðarstóli. Framboð á umfjöllun um Vigdísi hefur verið töluvert og eftirspurnin virðist ekki minni. Skáldað efni byggt á ævi hennar var í raun það eina sem var eftir. Hættan við ævisöguna Það er vandmeðfarið að búa til skáldævisögulegt efni um raunverulegar persónur. Í tilviki Vigdísar er það enn vandasamara, sökum þess hve mikillar hylli hún nýtur og vegna þess hve nálægt við erum sögunni í tíma. Stærsta hættan við slíkt er að verða meðvirkur gagnvart umfjöllunarefninu. Það getur annað hvort birst í leiðtogadýrkun eða átakalítilli sögu. Önnur hætta er að taka of mikið skáldaleyfi þannig það valdi óánægju með sannleiksgildi þáttanna. Þriðja hættan er að færast of mikið í fang með því að afmarka ekki söguefnið. Feta þarf ákveðinn milliveg sem tekst bærilega í tilviki Vigdísar. Nína Dögg fangar vel hina björtu og hugprúðu Vigdísi.Rúv Aðstandendur þáttanna eru sekir um vissa hetjudýrkun. Er það kannski óumflýjanlegt í ljósi umfjöllunarefnisins? Hindranir Vigdísar í þáttunum eru aldrei komnar til vegna breyskleika hennar, þær eru áföll eða óréttlæti sem hún mætir. Þegar hún mætir mótlæti, svo sem í kosningabaráttunni, eru það samantekin ráð ríkjandi afla um að fella hana úr leik. Við sjáum hana varla misstíga sig, hvað þá taka út einhvern þroska. Þættirnir minna þannig á Jesúmynd, minnisvarða um afrek. Alltof oft taka ævisögulegar myndir eða þættir fyrir alla ævi viðkomandi svo hlaupið er á hundavaði um söguna. Tímabilið sem er til umfjöllunar í Vigdísi nær yfir 30 ár en skiptist í tvö tíu ára tímabil. Annars vegar frá því Vigdís útskrifast frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og þar til hún skilur við Ragnar 1959. Hins vegar frá því Vigdís berst fyrir rétti sínum til ættleiðingar 1971 og þar til hún verður forseti 1980. Tímastökkið kemur í veg fyrir að þeysast þurfi í gegnum söguna. Líkindin milli Elínar Hall og ungrar Vigdísar eru ískyggileg en Elín er líka fantagóð leikkona.Rúv Þættirnir fjalla hver þeirra um afmarkað tímabil í lífi Vigdísar. Fyrsti þátturinn fjallar um skólaár Vigdísar, annar um húsmóðurlíf hennar á Norðurlöndum, sá þriðji um leikhússtjórastarfið og síðasti þátturinn fjallar um kosningabaráttuna. Þannig virkar hver þáttur sem sjálfstæð heild. Þættirnir eru í lengri kantinum, um og undir klukkutími. Þó veltir maður fyrir sér að áhorfi loknu hvort átta hálftíma þættir hefðu kannski dekkað betur ólík tímabil og um leið verið hnitmiðaðri. Fyrir þá sem hafa ekki séð þættina og hafa enn áhuga á því er best að stökkva yfir næstu kafla fram á niðurstöðurnar neðst. Sjálfstæðisbarátta stúlku í karlaheimi Þáttaröðin er rammasaga og hefst á sjónvarpskappræðum milli frambjóðendanna Vigdísar, Alberts, Guðlaugs og Péturs fyrir kosningarnar 1980. Uppsetningin minnir á Slumdog Millionaire þar sem söguhetjan svarar hverri spurningu með því að rifja upp atburði úr lífi sínu. Vigdís er spurð út í ákveðna þætti úr fortíð sinni sem hún svarar fyrir og færir okkur þannig aftur í tímann. Elín Hall er stórfín sem ung Vigdís, við hlið hennar er vinkonan Guðrún sem er leikin af Aþenu Vigdísi, barnabarni forsetans.Rúv Fyrsti þáttur gerist í Reykjavík að nýloknu stríði í miðju „ástandi“. Vigdís (Elín Hall) er með vinkonum sínum á kaffihúsi og allt í kring eru bandarískir hermenn. Framan af þættinum rekur Vigdís sig ítrekað á veggi kynjamisréttis. Henni er meinað að fara í bíó að kvöldi til vegna ástandsins. Henni gremst að þær skólasystur fái ekki jafngott nám og strákarnir. Svo er henni ekki boðið með í gáfumannaklúbb strákavina sinna því þeir hittast á kvöldin. Konur í buxum krefjast þess að fá jafngott nám og karlarnir.Rúv Að hvatningu yngri bróður síns, Bóa (Ágúst Wigum), ákveður Vigdís að mæta klædd eins og strákur í skólann og krefjast þess að stelpurnar fái sömu kennslu og þeir. Persóna Vigdísar er of oft passíf, þar sem stórar ákvarðanir hennar eru að tilstuðlan annarra, sem er í mótsögn við sögu hennar og persónulýsingar samtímamanna. Hvatningu Bóa má sjá speglast síðar í hvatningu Möggu þegar Vigdís ætlar að gefast upp á ættleiðingunni. Vel hefði mátt skrifa Vigdísi sem aktívari söguhetju sem tekur sjálf upp á að vaða í málin. Vigdís leiddi her sinn inn í gamla skóla eins og Sesar yfir Rúbikon forðum daga. „Við höfum áhuga á að læra eitthvað hérna í skólanum,“ segir Vigdís svo við latínukennarann Hermóð (Guðmundur Ólafsson) sem fellst á það og skrifar á töfluna eina frægustu setningu Júlíusar Sesars „Alea Iacta Est,“ þýtt „Teningunum er kastað“. Vigdís storkar hefðbundnu kyngervi með hegðun sinni. Frasinn á töflunni er ódýrt bragð höfunda til að undirstrika mikilvægi þess frekar en að leyfa gjörningnum að tala sínu máli. Sjálfstæðisbarátta Vigdísar heldur áfram þegar hún laumast út að kvöldi til og fer í strákaklúbbinn. Hún er tekin á teppið af föður sínum (Eggert Þorleifsson) sem bíður eftir henni heima fyrir. Fljótlega eftir það byrjar hún að slá sér upp með Ragnari (Sigurður Ingvarsson) en það er sýnt með einu löngu atriði á Mokka kaffi þar sem þau kveikja ástareld með eldspýtum. Bói hvetur Viggu sína áfram en þau systkinin voru afar náin.Rúv Sem períóda virkar Vigdís fantavel og það má þakka frábærum búningum Helgu I. Stefánsdóttur og gervum Joséphine Hoy. Leikmynd Heimis Sverrissonar lukkast sömuleiðis mjög vel en það er ekki auðvelt verk í gjörbreyttri borg. Herdísi Stefánsdóttur og Sölku Valsdóttur tekst líka vel í að skapa hljóðheim þess tíma. Það eina sem stingur í stúf er tungumálið sem verður stundum fullnútímalegt. Hernáminu lýkur, árgangur Vigdísar útskrifast og hún kemst inn í háskóla í Grenoble. Föður hennar lýst ekkert á það og Ragnari ekki heldur en bróðir hennar og mamma (Hanna María) hvetja hana áfram. Skömmu eftir það sjáum við samtal Vigdísar og Ragnars sem er ósáttur og segist þurfa að hugsa málið. Um leið og hann gengur úr mynd hefur verið döbbað inn: „Ég held við ættum að slíta þessu,“ væntanlega af því hitt hefur ekki þótt nógu afgerandi. Döbbið kippir manni hins vegar algjörlega úr þættinum. Sigurður Ingvarsson er sannfærandi sem hinn fúllyndi Ragnar.Rúv Fýluför til Frakklands og stóra áfallið Vera Vigdísar í Grenoble entist aðeins í nokkra mánuði en þættirnar gefa manni hins vegar enga tilfinningu fyrir staðnum. Fyrir utan stöku borgarskot (tvö eða þrjú) fer dvölin meira og minna fram uppi á loftinu þar sem hún býr. Við sjáum hana mæta stuttlega í skólann og falla á lokaprófinu. Vigdís og Ragnar hittast á ný. Í fáum atriðum án efnismikilla samtala sjá áhorfendur lítið hvernig Ragnar heillar Vigdísi svona upp úr skónum. Þó samklipp (e. montage) geti verið ódýrt bragð hefði það verið tilvalið til að gefa áhorfendum betri tilfinningu fyrir sambandinu og þróun þess. Fyrir utan yfirlýsingar Vigdíar um hvað hún sé glöð er erfitt að skilja hvers vegna. Vigdís og Bói ræða sín á milli.Rúv Samband Bóa og Vigdísar hefði sömuleiðis mátt styrkja til muna. Áhorfendur sjá nokkur samtöl þeirra á milli, aðallega þar sem hann er að stappa í hana stálinu. Sú mikla væntumþykja og nánd sem var á milli þeirra kemst ekki nægilega vel til skila. Í ævisögu Vigdísar er því lýst að hún hafi verið honum eins og önnur móðir. Sumarið líður og stærsta áfall í lífi Vigdísar skekur heim hennar; Bói drukknar í útilegu. Áfallið er hins vegar ekki nógu undirbyggt í þættinum. Bói er fyrirferðamikill framan af en er ekki nógu nálægur fram að drukknuninni þannig að skellurinn hafi tilætluð áhrif. Loks þegar fréttirnar berast fær faðirinn þær í síma án þess að áhorfendur heyri. Sú ákvörðun dregur enn frekar úr dramatíkinni. Þar kemur líka enn skýrar í ljós hve illa Eggert og Hanna passa í hlutverk Finnboga og Sigríðar. Þau voru um fertugt þegar þau eignast Vigdísi og sextug þegar Bói deyr. Eggert og Hanna eru hins vegar á áttræðisaldri og eru engan veginn sannfærandi sem foreldrar svo ungs fólks. Leikaravalið virðist hugsað svo þau geti áfram leikið foreldrana tuttugu til þrjátíu árum síðar. Eggert Þorleifsson og Hanna María Karlsdóttir passa ekki í hlutverk foreldra Vigdísar í fyrsta þætti, að mati rýnis.Rúv Einvera og örðugleikar Í öðrum þætti er allt í blóma, Vigdís komin til Parísar og aftur tekin saman með Ragnari. Hún verður óvænt ólétt og þarf að hætta námi. Þau giftast í kjölfarið og hún flytur með honum til Danmerkur. Ragnar og Vigdís ásamt foreldrum Vigdísar, Finnboga Rúti og Sigríði, auk prests.Rúv Í fyrsta þættinum koma margir við sögu en nú er sjónum beint að Vigdísi og Ragnari. Henni leiðist lífið sem húsmóðir og verður fyrir því áfalli að missa fóstur. Samhliða endurteknum fósturmissi fara að myndast sprungur í hjónabandinu, Ragnar vill að hún einbeiti sér að því að eignast börn en hún þráir enn að læra og skráir sig í nám í leikhúsfræðum. Eintóna drunginn er brotinn upp þegar Vigdís hlýðir á fyrirlestur Halldórs Laxness sem þarna er á hátindi ferilsins. Laxness er leikinn af Sjón sem nær töktum skáldsins. Senan fangar helst persónutöfra Laxness en einnig mikinn bókmenntaáhuga Vigdísar. Sjón nær Laxness ágætlega, sérstaklega fasi hans og talanda.Rúv Þjóðskáldið hittir tilvonandi forseta, konu sem á eftir að brjóta blað í sögunni. Þetta liggur áhorfendum ljóst fyrir en kvikmyndagerðarfólkið vill koma því rækilega til skila að um tímamót sé að ræða. Laxness spyr konuna ungu til nafns sem svarar: „Vigdís Finnbogadóttir,“ meðan myndavélin súmmar hægt inn á hana undir dramatískri tónlist. Rembingurinn er svo mikill að áhrifin verða ekki kraftmikil heldur kjánaleg. Óvænt stöðuhækkun Ragnars verður til þess að hjónin flytja til Eskilstuna í Svíþjóð. En ekki batnar hjónabandið. Örðugleikarnir birtast í fýlu og leiðindapillum Ragnars og gremju Vigdísar gagnvart lífinu í Svíþjóð. Sigurður Ingvarsson gerir vel í að leika Ragnar sem verulega ósympatískan, bæði þegar hann er fúll en líka þegar hann glottir. Persóna Ragnars er nánast of leiðinleg, áhorfendur eiga erfitt með að skilja hvernig Vigdís þolir hann. Ragnari gremst ýmislegt sem Vigdís gerir.Rúv Átökin milli Vigdísar og Ragnars blossa upp í rifrildi í miðju matarboði með sænskum vinahjónum. Áhorfendur eru fegnir smá átökum eftir drunga og depurð nær allan þáttinn. Strax í næstu senu vill Ragnar skilja við Vigdísi og segir aðra konu vera í spilinu. Viðbrögð Vigdísar eru passíf og verka undarlega á áhorfendur. Hún reiðist ekki heldur reynir strax að halda hjónabandinu gangandi. Hann segir hina konuna vera ólétta og rekur þar með síðasta naglann í líkkistuna. Vigdís skrifar niðurbrotin heim og greinir foreldrum sínum frá skilnaðinum. Handritshöfundar hafa þar nýtt persónuleg bréfaskrif Vigdísar en sá kafli er einn sterkasti hluti þáttarins: „Þessi ákvörðun er rothögg fyrir mig. Stolt mitt er sært, ég upplifi niðurlægingu og ósigur. Enn eitt verkefnið hefur molnað í höndunum á mér. Hvað ætli sá dagur heiti að ég geti orðið ykkur til ofurlítils sóma?“ Baráttan fyrir ættleiðingu Hjónabandið með Ragnari hefði sennilega dugað í einn styttri þátt en það er enn þriðjungur eftir af þættinum. Þessi síðasti þriðjungur fjallar um tilraunir Vigdísar til að ættleiða sem einstæð kona og virkar sem eins konar brú milli yngri og eldri Vigdísar. Vigdís reynir fyrst að ættleiða skömmu eftir að hún kemur heim 1959 hjá ættleiðingastofnun en fær þvert nei. Rúmlega fertug reynir hún aftur að ættleiða fjórtán árum síðar og leitar til ættleiðinganefndar. Henni er aftur hafnað sökum þess að hún er einhleyp. Í millitíðinni er hinn skosk-íslenski Magnús Magnússon (Björn Hlynur) kynntur til sögunnar í „meet-cute“-senu í Dómkirkjunni. Magnús Magnússon er hálfdularfull persóna og samband hans við Vigdísi aldrei skýrt almennilega. Maður veltir því fyrir sér hvort málið hafi verið viðkvæmt fyrir aðstandendur.Rúv Vigdísi misbýður framkoma nefndarinnar en ætlar að gefast upp. Magga vinkona segir þá við hana: „Þú ferð ekki að láta einhverja ættleiðinganefnd með gamaldags hugsunargang segja þér að þú getir ekki orðið mamma.“ Enn og aftur er það utanaðkomandi hvatning sem rekur hana af stað. Eftir grúsk í lögfræðiritum í Lögbergi, samtal við lögfræðing og pex við nefndina kemur Vigdís því í gegn að hún sé sett á lista fyrir ættleiðingar. Aftur er maður þó hugsi yfir skiptingu þáttanna, það sem tengir ólíka hluta þáttarins saman er þrá Vigdísar eftir barni. Hvor hluti líður þó fyrir það að vera ekki sjálfstæður. Fyrri hlutinn hefði verið mun sterkari hefði hann endað við fyrri höfnunina eða skilnaðinn. Samþykkið hefði um leið notið sín betur hefði það fengið að standa í sjálfstæðum þætti. Frönskutímar, leikhúsið og dularfullur Magnús Þriðji þáttur hefst árið 1972 á sterkri senu. Rauðsokkur trufla keppni Ungfrúar Íslands með því að mæta til leiks með sinn fulltrúa, beljuna Perlu Fáfnisdóttur og á sama tíma er Vigdís að kenna sinn síðasta frönskutíma í sjónvarpi með Gérard Ventey. Vigdís kenndi frönsku í sjónvarpi frá 1970 til 1971.Rúv Vigdís er fjarri kvenréttindabaráttu Rauðsokkanna (þó hún hafi reyndar gengið í frægri göngu Rauðsokka 1. maí) og einbeitir sér að því að feta sinn feril innan mennta- og menningargeirans. Það kemur ekki fram í þáttunum en á þessum tímapunkti hafði hún kennt frönsku í menntaskóla í tíu ár auk sjónvarpskennslunnar í eitt ár. Vigdís tekur til starfa sem leikhússtjóri og verður strax umdeild innan leikarahópsins vegna ákvörðunar sinnar um að fórna vinsælum farsa á kostnað listrænni verka. Á sama tíma er hún enn að bíða eftir því að ættleiða barn og á í illskilgreinanlegu vinasambandi með hinum gifta Magnúsi Magnússyni. Ýjað er að því að Vigdís og hinn gifti Magnús hafi verið meira en bara vinir. En það er unnið aðeins of lítið með sambandið.Rúv Dimmt yfir nýbakaðri móður Vigdís fær barnið loksins í hendurnar í þriðja þætti eftir mikla bið. Baráttan við ættleiðinganefnd og sjálf ættleiðingin hefðu virkað vel saman í einum þætti en hlutverk barnsins í þriðja þætti er helst að auka flækjustigið í leikhúsvandræðum Vigdísar. Eitt sem gagnrýnanda þótti nokkuð athugavert og tengist ættleiðingunni er lýsing í þáttunum. Ljósameistari seríunnar er Tobias Juhl en lýsingin er í takt við ákveðna tísku sem hefur tröllriðið norrænni sjónvarps- og kvikmyndagerð undanfarin ár. Það er áherslan á náttúrulega lýsingu þar sem náttúrulegir ljósgjafar eða minni lýsing er notuð. Þegar Vigdís fær Ástríði fyrst í hendurnar er það inni í herbergi á spítalanum. Áhorfendur horfa aðeins upp á þær mægður þar sem þær standa fyrir framan glugga. Fyrir aftan þær er þungskýjaður grár himinn notaður sem ljósgjafinn í atriðinu. Andlit Vigdísar er dimmt og í bakgrunni er grár himinn. Vigdís er baklýst og fyrir vikið verður andlit hennar dimmt sem maður vill ekki sjá. Vissulega er andlit Ástríðar lýst upp þegar skipt er um sjónarhorn en hér hefði maður viljað sjá þær eins bjartar og mögulegt er. Grár himinn er heldur ekki alveg hentugasta myndmálið. Hvort það er staðarval sem veldur eða vilji til að halda samræmi í lýsingu finnst mér að gera hefði mátt betur. Annað hvort hefði þurft að haga uppstillingu senunnar öðruvísi eða lýsa hana almennilega upp. Þá er gott að rifja upp orð tökumannsins Andrew Lesnie sem var spurður hvaðan ljósið ætti að koma inni í myrkum helli í Hringadróttinssögu. Hann svaraði: „Frá sama stað og tónlistin.“ Sigrar og áföll Ekki nóg með að Vigdís sé upp á kant við leikarana heldur lendir hún líka í vandræðum vegna ríflegrar hækkunar borgarstjórnar á leigunni. Vigdís fer á fund Alberts Guðmundssonar, sem þá er yfir menningarmálum í borgarstjórn, en hann hafnar beiðni hennar um frestun. Vigdís breytir um kúrs og ákveður að einblína frekar á söluvænleg verk samhliða því að koma á veitingasölu, árskortasölu og ýmsum öðrum breytingum. Hún vinnur leikhúsráðið og leikarana aftur á sitt band. Á sama tíma og hún vinnur þennan mikla sigur eru blikur á lofti fyrir hana persónulega. Hún er komin með brjóstakrabbamein. Vigdís bíður þess að fara í brjóstnám. Magnús Magnússon sem Vigdís er nýlega búin að kenna dóttur sína við, Ástríði Magnúsdóttur, virðist ætla að styðja við bakið á Vigdísi en hættir við á síðustu stundu og skilur hana eftir eina á báti. Samband þeirra tveggja hefur fram til þessa verið svo óskýrt að svikin verða ekki þetta reiðarslag sem þau virðast eiga að vera. Það sama á við um sigur Vigdísar í leikhúsinu, manni líður ekki eins og það sé neitt stórkostlegt undir og fyrir vikið hreyfir þráðurinn lítið við manni. Þátturinn endar á því að Vigdís gengur inn í skurðstofuna með móður hennar og Möggu í baksýn. Stóri slagurinn Líkt og í þriðja þætti hefst sá síðasti á því að Rauðsokkur fá orðið. Saga Vigdísar er þannig sögð samhliða sögu kvenréttindabaráttunnar. Lítið hefur áunnist frá Kvennafrídeginum fimm árum áður og því er skorað á konur að bjóða sig fram. Nafn Vigdísar er ítrekað nefnt en hún vill sjálf ekkert með það hafa þrátt fyrir eggjan frá Möggu vinkonu. Eftir að henni berst áskorun frá togaraáhöfn um að bjóða sig fram ákveður hún að íhuga málið. Vigdís er ekki sú eina sem efast um hæfni sína, móðir hennar gerir það líka og blaðamenn herja á hana vegna fortíðar hennar, reynsluleysis og fyrri skoðana. Rauðsokkunum finnst hún vera forréttindapési og ekki hafa stutt kjarabaráttu nægilega vel þannig þær bíða með að styðja hana. „Það á ekki að kjósa mig af því ég er kona, það á að kjósa mig af því ég er maður.“rúv Hér færist loks dálítill hasar í þættina sem hafa einkennst af þyngri senum. Í fyrsta sinn kemur líka almennilega fram sú glaðværa og hnyttna Vigdís sem má lesa um í samtímalýsingum. Vigdís afvopnar hér hvern karlinn á fætur öðrum með tilsvörum sínum, til dæmis þegar hún er spurð út í getu sína til að gegna embætti með aðeins eitt brjóst: „Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti,“ svarar hún þá. Nína Dögg fangar Vigdísi vel, ekki bara í fasi heldur líka svipbrigðum og tóni. Hún nær að fanga þennan hátíðleika forsetans án þess að verða of stíf eða rembingsleg. Þá er hún hæfilega glettin og prakkaraleg í tilsvörum. Kristín Þóra er virkilega öflug sem hin drífandi ástríðufulla Magga sem fær stærri rullu en í fyrri þáttum. Magga og Eggert fylgjast með síðustu kappræðunum. Eggert styður framboð Alberts en endar á að kjósa Vigdísi.Rúv Persóna Möggu er áhugaverðasti karakter seríunnar og gott mótvægi við Vigdísi. Þegar Vigdís fer út í nám verður Magga eftir, eignast börn og heldur heimili, hlutskipti flestra kvenna á þessum tíma. Vigdís einblínir svo á starfsferil sinn meðan Magga berst með Rauðsokkunum fyrir réttindum kvenna. Vigdís fer loks fram fyrir tilstilli og hvatningu Möggu. Hún má svo þakka Möggum landsins fyrir að gera hana að fyrsta kvenforseta þjóðarinnar. Vigdís er dregin í dilka, greinar skrifaðar um þátttöku hennar í NATO-göngum og andstaða hennar við herinn er dreginn fram í ljósið. Hún neitar að svara fyrir sig eða fara niður á plan þeirra sem fara með rógburð. Hasarinn er meiri en áður en það verða þó engar meiriháttar vendingar, Vigdís heldur sínum kúrs og stendur sig síðan gríðarvel í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir kosningar. Magga vekur Vigdísi um morguninn og færir henni þær fregnir að hún sé búin að breyta sögunni. Tilfinningarnar eru ósviknar og maður getur ekki annað en orðið meyr við áhorfið. Vigdís stígur út og klippt er á gamla útsendingu af fyrstu ræðu forsetans. Niðurstaða Fyrir fólk sem dáir Vigdísi Finnbogadóttur mun Vigdís slá rækilega í gegn. Fyrir áhugasama og forvitna um forsetann fyrrverandi vekur þáttaröðin örugglega enn meiri forvitni. Heilt yfir verður serían þó að teljast vonbrigði og má þar kenna átakalítilli sögu um. Mikið er lagt í framleiðsluna, búningar og gervi eru eins og dregin út úr fortíðinni, leikmyndin er sannfærandi og tónlistin góð þó drungi taki yfir á löngum köflum. Lýsing og myndataka eru fagmannlegar þó undirrituðum finnist vantar meiri og dýnamískari lýsingu. Fjöldi leikara fer með hlutverk í þáttunum og er leikurinn heilt yfir stórgóður. Aðalleikkonurnar Elín Hall og Nína Dögg eru stórkostlegar en Kristín Þóra er líka fantagóð. Gaman er að sjá unga leikara spreyta sig, Ísadóra Bjarkardóttir er frábær sem Magga og Ágúst Wigum ágætur sem Bói. Þá er aragrúi góðra aukaleikara, hvort sem það er Thelma Rún, Ebba Katrín, Jóhannes Haukur, Bergur Ebbi, Sólveig Arnars eða Björn Thors. Hanna María Karlsdóttir er frábær sem öldruð móðir Sigríðar þó hún sé ekki sannfærandi í fyrstu tveimur þáttunum. Það sem dregur úr ágæti Vigdísar er handritið og uppbygging þáttanna. Sambönd persóna eru ekki þróuð nægilega til að ákveðnar vendingar hreyfi við manni. Sömuleiðis tekst ekki að búa til nægilega mikla spennu þegar þess þarf. Vigdís þroskast ekkert sem persóna og skortir breyskleika til að verða trúanleg persóna. Stóra spurningin sem ákvarðar hvort ævisögulegt efni heppnast eða ekki er: „Myndi ég nenna að horfa áfram ef þetta væri um skáldaða persónu en ekki alvöru manneskju?“ Svarið í tilfelli Vigdísar er því miður: „Nei.“
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. 20. janúar 2025 14:02 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Fjórði og síðasti þáttur af Vigdísi, sjónvarpsþáttum Vesturports um líf og störf Vigdísar Finnbogadóttur fór í loftið í gær. Það fór líklega ekki framhjá neinum enda lögðu margir orð í belg á samfélagsmiðlum og kepptist fólk við að lýsa skoðunum sínum á þáttunum og rifja upp minningar frá þessum tíma. 20. janúar 2025 14:02