Á vef Veðurstofunnar segir að það verði snjókoma með köflum fyrir austan og stöku él vestanlands.
Í kvöld mun það svo snýast við og verður snjókoma með köflum sunnan- og vestanlands, en annars stöku él.
Hiti verður nálægt frostmarki.
„Á morgun snýst í vestlæga átt 5-13 m/s sunnan- og vestantil, en annars breytileg átt 3-8 m/s. Snjókoma af og til í flestum landshlutum, en styttir upp suðvestanlands. Yfirleitt vægt frost.
Á sunnudag verður norðvestlæg átt 5-10 m/s. Snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðaustlæg átt 3-8 m/s, en vestan 8-13 á Suður- og Vesturlandi. Snjókoma með köflum í flestum landshlutum en styttir upp suðvestantil. Vægt frost.
Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjartviðri, en snjókoma af og til á norðanverðu landinu, einkum við ströndina. Frost 2 til 12 stig, mest í uppsveitum sunnanlands.
Á mánudag: Norðaustan 5-10, en 10-15 með austurströndinni. Skýjað norðaustan- og austanlands og stöku él við ströndina, annars víða bjart veður. Áfram frost um allt land.
Á þriðjudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Þurrt að mestu, en dálítil él sunnanlands seinnipartinn. Frost 3 til 13 stig, kaldast inn til landins.
Á miðvikudag: Vestlæg átt, dálítil snjókoma eða slydda og hiti nálægt frostmarki sunnan- og vestanlands, en annars áfram bjart og kalt.
Á fimmtudag: Útlit fyrir vaxandi suðaustlæga átt. Snjókoma og síðar rigning með hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands.