Erlent

Rauðar við­varanir vegna Éowyn

Vésteinn Örn Pétursson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Hér má sjá viðvörun sem stjórnvöld sendu íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands.
Hér má sjá viðvörun sem stjórnvöld sendu íbúum Skotlands, Englands, Wales og Norður-Írlands. Jeff J Mitchell/Getty

Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni.

Búast má við frekari truflunum á flugsamgöngum þegar líða tekur á daginn. Lestarsamgöngur eru einnig úr skorðum og sum fyrirtæki hafa alfarið frestað sínum ferðum og vara fólk við að vera ekki á ferðinni. Að sama skapi hafa ferjufyrirtæki frestað fjölda áætlaðra ferða yfir Írlandshaf. 

Um 560 þúsund hús eru án rafmagns á Írlandi, samkvæmt yfirvöldum þar. 

Í nótt féll vindhraðametið á Írlandi þegar veðurstöð í Galway mældi meðalvindhraða upp á 135 kílómetra á klukkustund, sem gerir viðvarandi vind upp á 38 metra á sekúndu. 

Rauð veðurviðvörun hefr verið gefin út á Norður-Írlandi, og verður hún í gildi til klukkan tvö í dag. Önnur slík viðvörun tekur svo gildi í Skotlandi klukkan tíu.

Fjallað er um Éowyn í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands, en þar segir: 

„Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×