Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 18:28 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Egill Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“ Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun tilkynnti í gær að mælingar bentu til þess að engin loðnukvóti yrði gefinn út veturinn 2024/2025. Rannsóknarskip stofnunarinnar hafa verið við mælingar síðustu rúmu vikuna og eru þær langt komnar. Loðnuvinnslur má finna í níu bæjum á landinu. Einn þriðji kvótans er í eigu fyrirtækja í Vestmannaeyjum og segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, það mikið áfall ef engin loðna verður veidd þennan veturinn. „Þetta mun hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið hjá okkur hér, enda er einn þriðji loðnukvótans hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. En þetta hefur líka mikil áhrif á þjóðarbúið í heild, og bara ekki góð tíðindi,“ segir Íris. Loðnuveiðar eru mikilvægar fyrir íbúa Vestmannaeyja.Vísir/Egill Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir alla þjóðina, ekki bara sveitarfélögin með loðnuvinnslur. „Ég bara vil trúa því að þetta sé ekki lokaniðurstaðan. Maður er ekki bjartsýnn eftir þessar fréttir en loðnan er mjög brellin og hún á það til að skjóta upp kollinum þegar síst varir. Þannig ég vil halda í vonina um að við getum fengið einhverja vertíð á verðmætasta tímanum, þegar hrognin eru í henni,“ segir Íris. Ekkert grípi sveitarfélögin sem lenda í brestinum. „Við missum af þessum tekjum og fólk í landi og sjómennirnir missa af því að fara að veiða loðnu, vinna loðnu og vinna hrognin. Það kemur ekkert í staðinn,“ segir Íris. „Það verður að tryggja það að Hafró sé gefinn kostur á að fara aftur í leit, því þetta eru svo mikil verðmæti sem eru undir. Leitin er bara dropi í hafið ef það finnst loðna.“
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira