Enginn megi vera krýndur formaður Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 19:03 Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir eru báðar þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ljóst er að forysta Sjálfstæðisflokksins mun vera talsvert breytt frá því sem verið hefur eftir næsta landsfund. Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún hverfa á braut en Vilhjálmur Árnason hyggst reyndar sækjast eftir endurkjöri sem ritari. Ljóst þykir að Áslaug Arna bjóði sig fram til formanns á fundi á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson íhuga bæði formannsframboð og Guðlaugur segir stutt í að hann tilkynni um ákvörðun sína. Nokkur hafa verið orðuð við varaformannsembættið. Diljá eða Jens? Eða jafnvel Jón? Mest er rætt um Diljá Mist Einarsdóttur og Jens Garðar Helgason. Bæði íhuga nú stöðu sína en staðfesta ekkert í samtali við fréttastofu í dag. Nöfn Jóns Gunnarssonar og Guðrúnar Hafsteinsdóttur hafa einnig verið nefnd. Jón sagðist þó ekki hafa velt því fyrir sér þegar fréttastofa náði tali af honum. Fréttastofa hefur rætt við fleiri tengda flokknum í dag og flestir eru á sama máli. Það sé mjög ólíklegt að Áslaug verði ein í framboði til formanns. „Það er ekki mjög Sjálfstæðisflokkslegt þegar staðan er svona að við krýnum einhvern til formanns. Mér finnst bara mjög heilbrigt að við tökumst á um þetta og göngum síðan sameinuð út af flokksfundi,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er aldrei slæmt að takast á innan flokks og velja á milli manna. Við sjálfstæðismenn höfum verið þekktir fyrir það að vera iðulega með prófkjör. Þannig það er ekkert athugavert við það og bara mjög eðlilegt ef það er valið á milli fólks,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einnig þingmaður flokksins. Þrír líklegastir Bryndís segir línurnar vera að skýrast. „Mér finnst hljóðið í Guðlaugi Þór eins og það sé ólíklegra að hann fari í framboð en ekki. Fyrir fram hefði maður ekki átt von á því. Svo hefur maður heyrt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að íhuga framboð og það eru komnar áskoranir á hana. Þannig ég held að við séum að horfa á það að það geti í mesta lagi verið þessir þrír,“ segir Bryndís. Hér eru þau sem hafa verið orðuð við hin ýmsu embætti innan Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Grafík Diljá ætlar að nýta næstu daga í að meta stöðuna og ákveða svo hvort hún stefni á varaformennsku. „Auðvitað hlýtur landsfundurinn að horfa til þess að það sé einhver breidd í forystunni. Þannig maður þarf líka að taka það með í myndina. Það er meðal þess sem ég er að horfa á,“ segir Diljá. Þannig ef Guðlaugur fer ekki fram, þá ferð þú fram í varaformanninn? „Ég hef nú ekkert sett þetta nákvæmlega svona upp. Ég hef bara verið að heyra í flokksmönnum og fá að vita hvernig þeir eru stefndir fyrir landsfundi, hvað þeir eru að hugsa og sömuleiðis þeir heyrt í mér. Og hvort mínir kraftar gætu nýst þar með einhverjum hætti,“ segir Diljá.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent