Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:41 Guðlaugur Þór Þórðarsson hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi rétt í þessu. „Ég lít svo á, og það er mín niðurstaða, að við sem höfum verið að taka þátt í ákveðnum núningi lengi sem hefur sett mark sinn á flokkinn, að við höldum okkur til hlés. Ég ætla þess vegna að sýna það í verki, þó svo mig virkilega langi að taka þátt í þessari baráttu og treysti mér vel í það, þá ætla ég ekki að bjóða mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi,“ sagði Guðlaugur í Kastljósi. Guðlaugur tók fram að hann væri ekki að stíga til hliðar. Hann væri nýkjörinn á þing og ætlaði að sinna því verkefni. Hins vegar sagðist hann, aðspurður um hvort hann hygðist fara í framboð í varaformann Sjálfstæðisflokksins, einungis vera búinn að velta fyrir sér formannssætinu. Átök innan flokksins Hann ræddi um átök innan Sjálfstæðisflokksins og fullyrti að það væri enginn vafi á því að þau hefðu skaðað flokkinn. „Við getum talað um það eins og það er. Mér finnst mikilvægt að við stígum skref og sýnum þjóðinni og okkur sjálfum að við viljum gera allt til að ná fyrri styrk, því það er svo sannarlega nauðsynlegt.“ Á meðal átaka innan Sjálfstæðisflokksins mætti nefna oddvitaslag Guðlaugs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttir, sem hefur nú þegar tilkynnt um að hún sækist eftir formannssætinu, í Reykjavík árið 2021. Gerir ráð fyrir fleiri framboðum Í Kastljósi var Guðlaugur spurður hvort það væri ekki langlíklegast að Áslaug Arna yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður bara að koma í ljós. Það er furðu langt í landsfund, og ég geri ráð fyrir því, án þess að vita það, að það verði fleiri framboð örugglega í öll embætti, og svo getur ýmislegt gerst á fundinum.“ Línurnar að skýrast? Guðlaugur er á meðal þeirra sem hefur verið sterklega orðaður við formannsframboð undanfarnar vikur eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Um þarsíðustu helgi tilkynnti Áslaug Arna að hún mynd sækjast eftir formannssætinu á komandi landsfundi sem mun fara fram um mánaðarmótin milli febrúar og mars. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð, en þar má helst nefna Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er líka fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur sagst vera að íhuga formannsframboð. Guðlaugur Þór hefur verið þingmaður frá árinu 2003 og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum meðfram þingsetunni. Hann hefur verið heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Guðlaugur fór í formannsslag við Bjarna á síðasta landsfundi, árið 2022. Þá hlaut hann um fjörutíu prósent atkvæða, en Bjarni var með tæp sextíu prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira