Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. janúar 2025 20:05 Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun