Eik hefur áður komið við sögu í Heimsókn en að þessu sinni hafði hún tekið fallega 164 fermetra hæð við Rauðalæk í gegn frá a-ö.
Um er að ræða Sigvaldahús og réðist hún í þónokkrar framkvæmdir, meðal annars færði hún eldhúsið inn í stofuna. Og breytti eldhúsinu í gestaherbergi.
Eik á drengi sem eru komnir á fullorðinsaldur og starfa þeir sem pípari og rafvirki. Það kom sér heldur betur að góðum notum í framkvæmdunum en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Heimsókn er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.