Annað Íslandsmetið á rúmri viku Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 22:00 Baldvin Þór sló eigið Íslandsmet í kvöld. frjálsíþróttasamband Íslands Baldvin Þór Magnússon sló í kvöld eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi karla. Þetta er annað Íslandsmetið sem Baldvin slær á rúmri viku. Baldvin Þór Magnússon sló Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. Í kvöld sló Baldvin síðan Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi þegar hann vann sigur í greininni á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll. Hann kom í mark á tímanum 3:39,67 mínútur og bætti Íslandsmet sitt frá því fyrir ári síðan um rúmlega sekúndu. Þetta er annað árið í röð sem Baldvin slær Íslandsmet á Reykjavíkurleikunun en fyrra metið í 1500 metrum setti hann á leikunum í fyrra. Íslendingar á fullri ferð Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld. Kolbeinn Höður Gunnarsson náði sínum besta tíma á tímabilnu í 60 metra hlaupi þegar hann hljóp á 6,91 sekúndu en Gylfi Ingvar Gylfason lenti í þriðja sæti. Eir Chang Hlésdóttir vann sigur í 400 metra hlaupi þar sem Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð önnur og Sæmundur Ólafsson vann sigur í 400 metra hlaupi karla. Þá varð Eir önnur í 60 metra hlaupi og María Helga Högnadóttir lenti í þriðja sæti. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty Erna Sóley Gunnarsdóttir setti persónulegt met í kúluvarpi kvenna þegar hún kastaði 17,35 metra. Erna Sóley keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Þá vann Þorleifur Einar Leifsson sigur í langstökki karla en Guðjón Dunbar Diaquoi varð annar. Irma Gunnarsdóttir varð önnur í langstökki kvenna og Aníta Hinriksdóttir önnur í 1500 metra hlaupi kvenna og Íris Anna Skúladóttir þriðja. Frjálsar íþróttir Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sjá meira
Baldvin Þór Magnússon sló Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi þann 19. janúar síðastliðinn þegar hann hljóp á 7:45,11 mínútum á móti í Sheffield. Í kvöld sló Baldvin síðan Íslandsmetið í 1500 metra hlaupi þegar hann vann sigur í greininni á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll. Hann kom í mark á tímanum 3:39,67 mínútur og bætti Íslandsmet sitt frá því fyrir ári síðan um rúmlega sekúndu. Þetta er annað árið í röð sem Baldvin slær Íslandsmet á Reykjavíkurleikunun en fyrra metið í 1500 metrum setti hann á leikunum í fyrra. Íslendingar á fullri ferð Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld. Kolbeinn Höður Gunnarsson náði sínum besta tíma á tímabilnu í 60 metra hlaupi þegar hann hljóp á 6,91 sekúndu en Gylfi Ingvar Gylfason lenti í þriðja sæti. Eir Chang Hlésdóttir vann sigur í 400 metra hlaupi þar sem Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð önnur og Sæmundur Ólafsson vann sigur í 400 metra hlaupi karla. Þá varð Eir önnur í 60 metra hlaupi og María Helga Högnadóttir lenti í þriðja sæti. Erna Sóley kastar kúlunni á Ólympíuleikunum í París síðastliðið sumar.Vísir/Getty Erna Sóley Gunnarsdóttir setti persónulegt met í kúluvarpi kvenna þegar hún kastaði 17,35 metra. Erna Sóley keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Þá vann Þorleifur Einar Leifsson sigur í langstökki karla en Guðjón Dunbar Diaquoi varð annar. Irma Gunnarsdóttir varð önnur í langstökki kvenna og Aníta Hinriksdóttir önnur í 1500 metra hlaupi kvenna og Íris Anna Skúladóttir þriðja.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum Sjötíu ára titlaþurrð á enda ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sjá meira