Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar 28. janúar 2025 07:32 „Policy makers must defend rigorous testing, suppress grade inflation and make room for schools, such as charters, that offer parents choice. They should pay competitive wages to hire the best teachers and defy unions to sack underperformers.“ (The Economist, 13. júlí 2024) Þessi tilvitnun er úr grein með fyrirsögninni „School scandal“ sem birtist í breska tímaritinu The Economist í fyrrasumar. Greinin fjallar um hnignun skóla í OECD-ríkjunum undanfarin 15 ár. Þar er rýnt í neikvæð áhrif aukinnar áherslu á nýjar kennsluaðferðir og námsskrár sem byggja á óljósum skilgreiningum á „hæfni“ og „færni“. Eins og fram kemur í tilvitnuninni hér að ofan, er brýnt að þeir sem völdin hafa vinni gegn einkunnarverðbólgu og stuðli að því að einkareknir skólar geti veitt foreldrum fleiri valkosti fyrir menntun barna sinna og starfsmenn skólanna fleiri vinnuveitendur. Framgangur Kennarasambandsins „Unions may prefer it when good teaching is seen as too mysterious to measure, but children suffer.“ (The Economist, 13. júlí 2024). Framgangur Kennarasambandsins undanfarið ár er til háborinnar skammar. Verkföll fyrir áramót þar sem þriðji aðili ber allan skaðann eru í besta falli siðleysi. Ríki og sveitarfélög spara í launakostnaði, kennarar fá greitt úr verkfallssjóði en börn, sem enga aðkomu eiga að deilunni, verða af lögbundinni menntun. Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig kerfisbundin frekja fær að viðgangast á opinberum vettvangi, á meðan þeir sem ættu að njóta lögbundinnar menntunar, nemendurnir, eru úti í kuldanum. Krafan um svo gott sem algert starfsöryggi án nokkurs eftirlits með árangri er yfirgengileg. Eins og kemur fram í áðurnefndri grein þurfa valdhafar að sýna hugrekki, til að rísa gegn þeirri stefnu sem Kennarasambandið hefur rekið undanfarin ár. Mér sárnar að talsmenn eins framsæknasta einkarekna skóla landsins, Verzlunarskóla Íslands, þar sem ég stunda nám, hafi ekki stigið fram og tekið virkan þátt í umræðunni. Þegar stéttarfélag leggur meiri áherslu á starfsöryggi kennara en á gæði námsins er ljóst að nemendur tapa. Verzlunarskólinn sem er ein meginstoð einkarekinna skóla landsins á ekki að sætta sig við þetta, hann á að vera í fararbroddi fyrir þeim hagsmunum sem menntakerfið snýst um í raun og veru, hagsmunum nemenda. Þeir eiga ALLTAF að vera í forgangi. Hugrekki til breytinga Verzlunarskóli Íslands hefur mjög sterka stöðu, enda er aðsókn mikil, kennslan til fyrirmyndar og orðspor gott. Þrátt fyrir það virðist sem stjórnendur skólans séu hikandi við að taka afgerandi afstöðu gegn þeirri sósíalísku hugmyndafræði sem Kennarasambandið talar fyrir og hefur smitað menntakerfið í of langan tíma. Þetta er hugmyndafræði sem metur starfsöryggi ofar en starfsgetu. Ég spyr mig bara, er stefna Kennarasambands Íslands virkilega stefna sem Verzlunarskólinn sættir sig við? Stefna og sýn sem einkennast af sérhagsmunum Kennarasambandsins en hunsa það sem skiptir mestu máli fyrir nemendur skólanna. Það væri hollt fyrir Kennarasambandið að hugsa um það að án nemenda væri enginn skóli. Skólinn er vegna nemendanna en ekki fyrir kennarana. Menntamál eiga ekki að vera feimnismál Umræðan um málefni skólanna hefur einkennst af gríðarlegri skautun, í boði Kennarasambandsins. Áherslan hefur færst frá því að vera um það sem raunverulega skiptir máli, árangur og velferð nemenda, yfir í skautun þar sem öll gagnrýni á kerfið er stimpluð sem árás á kennarastéttina. Þetta hefur skapað óheilbrigðan vettvang sem kæfir allar hugmyndir um umbætur og aukinn árangur. Sem leiðandi einkarekinn skóli á Verzlunarskólinn að taka harða afstöðu og gagnrýna Kennarasambandið af fullum krafti og hafa hagsmuni nemenda í forgrunni. Skólinn hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra skóla og stuðla að umræðu og breytingum sem allir vita að kennaraforystan hræðist eins og heitan eldinn. Því finnst mér óskiljanlegt og með öllum óviðunandi að ekkert heyrist frá skólanum. Við þurfum skóla sem berst fyrir framtíð nemenda sinna og hefur kjark til að segja það sem segja þarf. Nóg er komið að meðvirkni með fólki sem hefur siglt menntaskútunni í strand og vill engu breyta. Kennaraforystan þarf að horfast í augu við það að það er á hennar vakt sem tækifærin eru tekin af börnum og ungmennum. Það er á hennar vakt að um 40% barna eru ófær um að skilja það sem fer fram í fréttum á degi hverjum eftir 10 ára skyldunám. Mögulegt verkfall Mér finnst virðingarleysi Kennarasambandsins gagnvart nemendum algjört þegar kemur að komandi verkfallsaðgerðum og ég trúi því ekki að Verzlunarskólinn muni taka þátt í slíkum aðgerðum. Hver tapaður dagur í námi kemur ekki aftur hvað þá vikur eða mánuðir. Það að vera án skóla skapar margháttaðan vanda fyrir nemendur og sást það vel á tímum faraldursins. Ég lít á mögulegt verkfall kennara Verzlunarskólans sem ekkert annað en staðfestingu á stöðu Kennarasambandsins sem nýs pólitísks valds í íslensku samfélagi, sem er afar dapurlegt að horfa upp á. Vonandi sér almenningur ofbeldið í þessum aðgerðum, gegn börnum og ungmennum, og fordæmir þær opinberlega. Þau skilaboð er mikilvægt að Kennarasambandið fái frá ungmennum og fullorðnum þessa lands. Stöndum saman og látum vita að þetta er ekki í lagi. Höfundur er framhaldsskólanemi við Verzlunarskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
„Policy makers must defend rigorous testing, suppress grade inflation and make room for schools, such as charters, that offer parents choice. They should pay competitive wages to hire the best teachers and defy unions to sack underperformers.“ (The Economist, 13. júlí 2024) Þessi tilvitnun er úr grein með fyrirsögninni „School scandal“ sem birtist í breska tímaritinu The Economist í fyrrasumar. Greinin fjallar um hnignun skóla í OECD-ríkjunum undanfarin 15 ár. Þar er rýnt í neikvæð áhrif aukinnar áherslu á nýjar kennsluaðferðir og námsskrár sem byggja á óljósum skilgreiningum á „hæfni“ og „færni“. Eins og fram kemur í tilvitnuninni hér að ofan, er brýnt að þeir sem völdin hafa vinni gegn einkunnarverðbólgu og stuðli að því að einkareknir skólar geti veitt foreldrum fleiri valkosti fyrir menntun barna sinna og starfsmenn skólanna fleiri vinnuveitendur. Framgangur Kennarasambandsins „Unions may prefer it when good teaching is seen as too mysterious to measure, but children suffer.“ (The Economist, 13. júlí 2024). Framgangur Kennarasambandsins undanfarið ár er til háborinnar skammar. Verkföll fyrir áramót þar sem þriðji aðili ber allan skaðann eru í besta falli siðleysi. Ríki og sveitarfélög spara í launakostnaði, kennarar fá greitt úr verkfallssjóði en börn, sem enga aðkomu eiga að deilunni, verða af lögbundinni menntun. Þetta er lýsandi dæmi um það hvernig kerfisbundin frekja fær að viðgangast á opinberum vettvangi, á meðan þeir sem ættu að njóta lögbundinnar menntunar, nemendurnir, eru úti í kuldanum. Krafan um svo gott sem algert starfsöryggi án nokkurs eftirlits með árangri er yfirgengileg. Eins og kemur fram í áðurnefndri grein þurfa valdhafar að sýna hugrekki, til að rísa gegn þeirri stefnu sem Kennarasambandið hefur rekið undanfarin ár. Mér sárnar að talsmenn eins framsæknasta einkarekna skóla landsins, Verzlunarskóla Íslands, þar sem ég stunda nám, hafi ekki stigið fram og tekið virkan þátt í umræðunni. Þegar stéttarfélag leggur meiri áherslu á starfsöryggi kennara en á gæði námsins er ljóst að nemendur tapa. Verzlunarskólinn sem er ein meginstoð einkarekinna skóla landsins á ekki að sætta sig við þetta, hann á að vera í fararbroddi fyrir þeim hagsmunum sem menntakerfið snýst um í raun og veru, hagsmunum nemenda. Þeir eiga ALLTAF að vera í forgangi. Hugrekki til breytinga Verzlunarskóli Íslands hefur mjög sterka stöðu, enda er aðsókn mikil, kennslan til fyrirmyndar og orðspor gott. Þrátt fyrir það virðist sem stjórnendur skólans séu hikandi við að taka afgerandi afstöðu gegn þeirri sósíalísku hugmyndafræði sem Kennarasambandið talar fyrir og hefur smitað menntakerfið í of langan tíma. Þetta er hugmyndafræði sem metur starfsöryggi ofar en starfsgetu. Ég spyr mig bara, er stefna Kennarasambands Íslands virkilega stefna sem Verzlunarskólinn sættir sig við? Stefna og sýn sem einkennast af sérhagsmunum Kennarasambandsins en hunsa það sem skiptir mestu máli fyrir nemendur skólanna. Það væri hollt fyrir Kennarasambandið að hugsa um það að án nemenda væri enginn skóli. Skólinn er vegna nemendanna en ekki fyrir kennarana. Menntamál eiga ekki að vera feimnismál Umræðan um málefni skólanna hefur einkennst af gríðarlegri skautun, í boði Kennarasambandsins. Áherslan hefur færst frá því að vera um það sem raunverulega skiptir máli, árangur og velferð nemenda, yfir í skautun þar sem öll gagnrýni á kerfið er stimpluð sem árás á kennarastéttina. Þetta hefur skapað óheilbrigðan vettvang sem kæfir allar hugmyndir um umbætur og aukinn árangur. Sem leiðandi einkarekinn skóli á Verzlunarskólinn að taka harða afstöðu og gagnrýna Kennarasambandið af fullum krafti og hafa hagsmuni nemenda í forgrunni. Skólinn hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra skóla og stuðla að umræðu og breytingum sem allir vita að kennaraforystan hræðist eins og heitan eldinn. Því finnst mér óskiljanlegt og með öllum óviðunandi að ekkert heyrist frá skólanum. Við þurfum skóla sem berst fyrir framtíð nemenda sinna og hefur kjark til að segja það sem segja þarf. Nóg er komið að meðvirkni með fólki sem hefur siglt menntaskútunni í strand og vill engu breyta. Kennaraforystan þarf að horfast í augu við það að það er á hennar vakt sem tækifærin eru tekin af börnum og ungmennum. Það er á hennar vakt að um 40% barna eru ófær um að skilja það sem fer fram í fréttum á degi hverjum eftir 10 ára skyldunám. Mögulegt verkfall Mér finnst virðingarleysi Kennarasambandsins gagnvart nemendum algjört þegar kemur að komandi verkfallsaðgerðum og ég trúi því ekki að Verzlunarskólinn muni taka þátt í slíkum aðgerðum. Hver tapaður dagur í námi kemur ekki aftur hvað þá vikur eða mánuðir. Það að vera án skóla skapar margháttaðan vanda fyrir nemendur og sást það vel á tímum faraldursins. Ég lít á mögulegt verkfall kennara Verzlunarskólans sem ekkert annað en staðfestingu á stöðu Kennarasambandsins sem nýs pólitísks valds í íslensku samfélagi, sem er afar dapurlegt að horfa upp á. Vonandi sér almenningur ofbeldið í þessum aðgerðum, gegn börnum og ungmennum, og fordæmir þær opinberlega. Þau skilaboð er mikilvægt að Kennarasambandið fái frá ungmennum og fullorðnum þessa lands. Stöndum saman og látum vita að þetta er ekki í lagi. Höfundur er framhaldsskólanemi við Verzlunarskóla Íslands.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar