Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar 28. janúar 2025 13:01 Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðist við óskum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um tillögur að sparnaði og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Þar á meðal eru eftirfarandi tillögur um einfaldara eftirlit, sem getur bæði sparað ríkinu og fyrirtækjum mikinn kostnað. Afhúðun Evrópureglna Á síðasta kjörtímabili komu út mikilvægar skýrslur, úttektir og tillögur varðandi svokallaða gullhúðun Evrópureglna. Í stuttu máli kom fram að við stóran hluta af EES-löggjöf, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt, hefur verið bætt séríslenskum kvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Í fjölda tilfella var engin grein gerð fyrir því í lagafrumvörpum eða reglugerðardrögum frá ráðuneytunum að verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Gullhúðunin var þannig falin fyrir þeim sem rýndu tillögur að innleiðingu reglnanna, til dæmis hagsmunasamtökum og alþingismönnum. FA leggur ofuráherslu á að farið verði að tillögum starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna, um að annars vegar verði komið í veg fyrir gullhúðun nema í skýrt rökstuddum undantekningartilfellum og hins vegar fari hvert ráðuneyti í gegnum alla innleidda löggjöf á sínu málefnasviði og „afhúði“, þ.e. felli út íþyngjandi reglur og kvaðir sem bætt hefur verið við Evrópulöggjöfina. Mikilvægt er að ríkisstjórnin átti sig á að þyngra regluverk býr ekki eingöngu til kostnað hjá fyrirtækjum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands, heldur býr það líka til aukinn kostnað hjá ríkinu og þar með fyrir buddu skattgreiðenda. Tökum dæmi: Algengt er að ráðuneytin eða undirstofnanir þeirra vilji að stærðarmörk fyrirtækja, sem eru tilgreind í EES-reglum varðandi t.d. skyldu fyrirtækjanna til upplýsingagjafar, verði færð neðar við innleiðingu reglnanna í íslenskan rétt vegna þess að annars falli svo fá íslensk fyrirtæki undir eftirlitið. Með þessu er annars vegar búinn til kostnaður, fyrirhöfn og flækjustig hjá fyrirtækjunum og um leið verður til þörf fyrir fleiri störf hjá hinu opinbera við að sinna eftirlitinu og safna upplýsingunum. Einfaldara eftirlit þýðir þess vegna sparnað hjá hinu opinbera, ekki síður en hjá fyrirtækjunum. Farið verði að lögum um opinberar eftirlitsreglur Í þessu samhengi getur FA ekki látið hjá líða að nefna umgengni stjórnarráðsins við lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999. Þau hafa það að markmiði að opinbert eftirlit stuðli að velferð þjóðarinnar, öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, eðlilegum viðskiptaháttum og neytendavernd. „Eftirlit á vegum hins opinbera má ekki leiða til mismununar né takmarka athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist,“ segir í 2. grein laganna. Í 3. grein er kveðið á um að þegar eftirlitsreglur eru samdar eða stofnað er til opinbers eftirlits skuli viðkomandi stjórnvald meta þörf fyrir eftirlit, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. „Slíkt mat getur m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits.“ Samkvæmt lögunum ber ráðherra að skipa nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laganna. Samkvæmt lögunum geta þeir aðilar sem eftirlit beinist að og þeir sem hagsmuni hafa af opinberu eftirliti óskað eftir athugun nefndarinnar á tilteknum þáttum þess. Ráðherrar geta sent nefndinni til umsagnar mál er varða opinbert eftirlit. Jafnframt getur nefndin átt frumkvæði að athugunum á vissum þáttum eftirlitsins. Starf nefndarinnar skal miða að því að opinberar eftirlitsreglur séu í samræmi við 3. gr. laganna og að eftirlit á vegum hins opinbera sé jafnan eins hagkvæmt og kostur er fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem eftirlitið beinist að og fyrir hið opinbera. Ráðherra ber jafnframt að flytja Alþingi reglulega skýrslu um áhrif laganna, störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði. Stjórnvöld fara ekki að lögum Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, eins og hún er nefnd í reglugerð 812/1999, var síðast skipuð í maí 2017 og rann skipunartími hennar út 31. maí 2020 án þess að skipað væri í nefndina á nýjan leik. Ráðherra málaflokksins hefur ekki flutt Alþingi skýrslu samkvæmt ákvæðum laganna frá því á löggjafarþinginu 2005-2006. Stjórnarfrumvarp um að lögin féllu úr gildi, en í þeirra stað kæmu lög um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni, náði ekki fram að ganga á löggjafarþinginu 2013-2014. Lögin eru í fullu gildi, en hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur hunsað þau. FA hefur sent ráðuneyti málaflokksins, sem var fyrir stjórnarskipti menningar- og viðskiptaráðuneytið, tillögur og áskoranir um að ráðuneytið fari að lögum, ráðherra flytji þinginu skýrslu um framkvæmd laganna og ráðgjafarnefndin verði skipuð á ný. Jafnframt var lagt til að við endurskoðun löggjafarinnar yrði bætt við 6. grein laganna að starf nefndarinnar sé m.a. að fylgjast með því hvort farið sé eftir reglum um þinglega meðferð EES-mála Engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu við þessum tillögum og er áhugaleysi stjórnarráðsins á því að hemja opinbert eftirlit og einfalda regluverkið eftirtektarvert. FA ítrekar hér með ofangreindar tillögur og minnir aftur á að einfaldara eftirlit þýðir minni kostnað fyrir skattgreiðendur. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) hefur brugðist við óskum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um tillögur að sparnaði og hagræðingu í ríkisrekstrinum. Þar á meðal eru eftirfarandi tillögur um einfaldara eftirlit, sem getur bæði sparað ríkinu og fyrirtækjum mikinn kostnað. Afhúðun Evrópureglna Á síðasta kjörtímabili komu út mikilvægar skýrslur, úttektir og tillögur varðandi svokallaða gullhúðun Evrópureglna. Í stuttu máli kom fram að við stóran hluta af EES-löggjöf, sem innleidd hefur verið í íslenskan rétt, hefur verið bætt séríslenskum kvöðum, sem eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Í fjölda tilfella var engin grein gerð fyrir því í lagafrumvörpum eða reglugerðardrögum frá ráðuneytunum að verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Gullhúðunin var þannig falin fyrir þeim sem rýndu tillögur að innleiðingu reglnanna, til dæmis hagsmunasamtökum og alþingismönnum. FA leggur ofuráherslu á að farið verði að tillögum starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna, um að annars vegar verði komið í veg fyrir gullhúðun nema í skýrt rökstuddum undantekningartilfellum og hins vegar fari hvert ráðuneyti í gegnum alla innleidda löggjöf á sínu málefnasviði og „afhúði“, þ.e. felli út íþyngjandi reglur og kvaðir sem bætt hefur verið við Evrópulöggjöfina. Mikilvægt er að ríkisstjórnin átti sig á að þyngra regluverk býr ekki eingöngu til kostnað hjá fyrirtækjum og dregur úr samkeppnishæfni Íslands, heldur býr það líka til aukinn kostnað hjá ríkinu og þar með fyrir buddu skattgreiðenda. Tökum dæmi: Algengt er að ráðuneytin eða undirstofnanir þeirra vilji að stærðarmörk fyrirtækja, sem eru tilgreind í EES-reglum varðandi t.d. skyldu fyrirtækjanna til upplýsingagjafar, verði færð neðar við innleiðingu reglnanna í íslenskan rétt vegna þess að annars falli svo fá íslensk fyrirtæki undir eftirlitið. Með þessu er annars vegar búinn til kostnaður, fyrirhöfn og flækjustig hjá fyrirtækjunum og um leið verður til þörf fyrir fleiri störf hjá hinu opinbera við að sinna eftirlitinu og safna upplýsingunum. Einfaldara eftirlit þýðir þess vegna sparnað hjá hinu opinbera, ekki síður en hjá fyrirtækjunum. Farið verði að lögum um opinberar eftirlitsreglur Í þessu samhengi getur FA ekki látið hjá líða að nefna umgengni stjórnarráðsins við lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999. Þau hafa það að markmiði að opinbert eftirlit stuðli að velferð þjóðarinnar, öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, eðlilegum viðskiptaháttum og neytendavernd. „Eftirlit á vegum hins opinbera má ekki leiða til mismununar né takmarka athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist,“ segir í 2. grein laganna. Í 3. grein er kveðið á um að þegar eftirlitsreglur eru samdar eða stofnað er til opinbers eftirlits skuli viðkomandi stjórnvald meta þörf fyrir eftirlit, gildi þess og kostnað þjóðfélagsins af því. „Slíkt mat getur m.a. falist í áhættumati, mati á alþjóðlegum skuldbindingum um eftirlit, mati á kostnaði opinberra aðila, fyrirtækja og einstaklinga, mati á hvort ná megi sama árangri með hagkvæmari aðferðum eða mati á þjóðhagslegu gildi eftirlits.“ Samkvæmt lögunum ber ráðherra að skipa nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laganna. Samkvæmt lögunum geta þeir aðilar sem eftirlit beinist að og þeir sem hagsmuni hafa af opinberu eftirliti óskað eftir athugun nefndarinnar á tilteknum þáttum þess. Ráðherrar geta sent nefndinni til umsagnar mál er varða opinbert eftirlit. Jafnframt getur nefndin átt frumkvæði að athugunum á vissum þáttum eftirlitsins. Starf nefndarinnar skal miða að því að opinberar eftirlitsreglur séu í samræmi við 3. gr. laganna og að eftirlit á vegum hins opinbera sé jafnan eins hagkvæmt og kostur er fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga sem eftirlitið beinist að og fyrir hið opinbera. Ráðherra ber jafnframt að flytja Alþingi reglulega skýrslu um áhrif laganna, störf ráðgjafarnefndarinnar og önnur tengd atriði. Stjórnvöld fara ekki að lögum Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur, eins og hún er nefnd í reglugerð 812/1999, var síðast skipuð í maí 2017 og rann skipunartími hennar út 31. maí 2020 án þess að skipað væri í nefndina á nýjan leik. Ráðherra málaflokksins hefur ekki flutt Alþingi skýrslu samkvæmt ákvæðum laganna frá því á löggjafarþinginu 2005-2006. Stjórnarfrumvarp um að lögin féllu úr gildi, en í þeirra stað kæmu lög um aðgerðir til að draga úr reglubyrði atvinnulífsins og efla samkeppni, náði ekki fram að ganga á löggjafarþinginu 2013-2014. Lögin eru í fullu gildi, en hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur hunsað þau. FA hefur sent ráðuneyti málaflokksins, sem var fyrir stjórnarskipti menningar- og viðskiptaráðuneytið, tillögur og áskoranir um að ráðuneytið fari að lögum, ráðherra flytji þinginu skýrslu um framkvæmd laganna og ráðgjafarnefndin verði skipuð á ný. Jafnframt var lagt til að við endurskoðun löggjafarinnar yrði bætt við 6. grein laganna að starf nefndarinnar sé m.a. að fylgjast með því hvort farið sé eftir reglum um þinglega meðferð EES-mála Engin viðbrögð hafa borist frá ráðuneytinu við þessum tillögum og er áhugaleysi stjórnarráðsins á því að hemja opinbert eftirlit og einfalda regluverkið eftirtektarvert. FA ítrekar hér með ofangreindar tillögur og minnir aftur á að einfaldara eftirlit þýðir minni kostnað fyrir skattgreiðendur. Höfundur situr í stjórn Félags atvinnurekenda.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar