Mona Lisa fær sérherbergi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 19:23 Macron hélt blaðamannafund í dag um fyrirhugaða uppbyggingu og endurbætur á Louvre-safninu í París. AP Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári. Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári.
Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira