Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Bjarki Sigurðsson skrifar 28. janúar 2025 22:03 Sverrir Heiðar Davíðsson er sérfræðingur í gervigreind. Vísir/Sigurjón Nýtt kínverskt gervigreindarmódel veldur miklum usla í Bandaríkjunum og markaðsvirði fyrirtækja hríðfellur vegna þessa. Sérfræðingur í gervigreind segir engan hafa búist við hversu ódýrt var að þjálfa módelið, og hversu gott það er í raun og veru. Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek. Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Nýtt gervigreindarmódel kínverska fyrirtækisins DeepSeek kom út í síðustu viku og á örskömmum tíma var það orðið vinsælasta smáforrit heimsins. Gervigreindin þykir mjög tilkomumikil, sérstaklega þegar horft er á kostnaðinn við gerð hennar. Hann er sagður hafa numið rúmlega átta hundruð milljónum króna, sautján sinnum lægri upphæð en kostnaðurinn við GPT-4 gervigreindina sem flestir hér á landi hafa nýtt sér. DeepSeek er úr smiðju Kínverja.Getty/Nicolas Economou Sverrir Heiðar Davíðsson, stofnandi og forstjóri gervigreindarfyrirtækisins Javelin AI, segir DeepSeek hafa hrist vel upp í hlutunum í gervigreindarheiminum. „Það var enginn að búast við þessu. Það var enginn að búast við því að það væri hægt að búa til svona ótrúlega öfluga gervigreind með svona miklu minna af pening samanborið við aðra. Margir af þessum tæknirisum hafa verið að setja milljarða af dollurum í að þróa svona líkön en þarna kemur inn og sýnir að þú getur gert þetta fyrir mun minni pening. Þannig þarna er rosaleg samkeppni að birtast,“ segir Sverrir. Módel DeepSeek hefur verið gagnrýnt fyrir ritskoðun. Til að mynda þegar það er spurt um atburðina á Torgi hins himneska friðar árið 1989 byrjar það að hugsa en hættir snögglega við. „Það neitar að tala um ákveðna hluti sem eru viðkvæm málefni í Kína. Ritskoðun hefur sést þar, sem er svipað og með líkön í vestrænum ríkjum. Það er ákveðin ritskoðun sem á sér stað þar líka,“ segir Sverrir. Hlutabréfavirði stórra risa í gervigreindarheiminum hefur hrunið eftir innkomu DeepSeek. Til að mynda féll markaðsvirði Nvidia, sem framleiðir íhluti í tölvur sem keyra flest gervigreindarforrit, um 70 þúsund milljarða króna. Margir hafa áhyggjur af þessu, meðal annars Bandaríkjaforseti. „Við útgáfu kínversks gervigreindarforrits að nafni DeepSeek ættu hugbúnaðarfyrirtæki okkar að vera vel á varðbergi. Við þurfum að vera einbeitt í samkeppninni til að sigra,“ hafði Donald Trump að segja um DeepSeek.
Gervigreind Kína Tækni Bandaríkin Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira