United hafði fengið stuðning frá bresku ríkisstjórninni í byrjun vikunnar og í gær samþykkti Trafford hverfisráðið að huga að slíkum framkvæmdum. Það var lykilatriði að fá þetta græna ljós frá stjórnarfólki Trafford hverfisins.
United ætlar sér ekki aðeins að byggja nýjan og glæsilegan leikvang heldur vill félagið stuðla að byggingu glæsilegs íbúa- og þjónustusvæðis í kringum leikvanginn. Þar koma yfirvöld á Trafford svæðinu náttúrulega sterk inn.
#MUFC’s plans for a new 100,000 capacity stadium as centrepiece of a major regeneration project have been given a huge boost after the government threw their support behind the proposals
— James Ducker (@TelegraphDucker) January 26, 2025
United CEO Omar Berrada welcomes Chancellor Rachel Reeves’ backinghttps://t.co/K2mfif6znR
Trafford ráðið ætlar nú að ráða ráðgjafarteymi sem mun vinna með enska úrvalsdeildarfélaginu og öðrum lykilaðilum til að skipuleggja svæðið. Markmiðið er að finna lausn sem hentar búum, fyrirtækjum, gestum og svo auðvitað Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi hjá Manchester United, hefur verið með það á oddinum síðan hann kom inn á koma vallarmálum félagsins í dag.
Old Trafford er komið til ára sinna og það er langt síðan að leikvangurinn var tekinn í gegn. Hann tekur vissulega 74 þúsund manns en það er margt í ólagi og upplifun áhorfenda alls ekki sú besta í deildinni. Það er vissulega möguleiki á að koma honum til nútímans en Ratcliffe vill ganga enn lengra.
Ratcliffe vill byggja nýjan hundrað þúsund sæta leikvang á Old Trafford svæðinu og talaði um að byggja Wembley norðursins. Leikvangurinn gæti því einnig keppt við Wembley í London um stóra viðburði í enskum íþróttum auk þess að vera hannaður til að hýsa alls konar viðburði eins og tónleika og annað.
🚨MANCHESTER UNITED STADIUM PROJECT TAKES ANOTHER STEP CLOSER
— Mike Keegan (@MikeKeegan_DM) January 28, 2025
✅Council votes yes
🏟️Hunt is now on for master planners
👍Unanimous backing
✒️https://t.co/Q7ETqdNsHI #mufc