Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 06:14 Ef marka má miðla vestanhafs verður að teljast ólíklegt að margir finnist á lífi. Getty/Andrew Harnik Óttast er um örlög farþega og áhafnar flugvélar American Airlines sem féll í Potomac-ána nærri Reagan-alþjóðaflugvellinum fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu rétt fyrir klukkan 21 að staðartíma. Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Alls voru 64 um borð í vélinni, fjórir áhafnarmeðlimir og 60 farþegar. Þeirra á meðal voru skautafólk, þjálfarar og fjölskyldur þeirra. Þá virðast þrír hafa verið í þyrlunni. Fregnir hafa borist af því að nítján lík hafi fundist. Miklar aðgerðir standa yfir á vettvangi en enn sem komið er hefur enginn fundist á lífi. Um 300 manns koma að björgunarstörfunum en aðstæður eru erfiðar og vatnið í ánni ískalt. Um er að ræða Bombardier CRJ700 farþegavél í innanlandsflugi sem var að koma frá Witchita í Kansas. Hún lenti á Sikorsky UH-60 Black Hawk þyrlu frá Fort Belvoir í Virginíu í aðfluginu að Reagan. Öllum brottförum og lendingum á flugvellinum hefur verið frestað. Leitað er úr lofti og úr bátum á ánni.AP/Alex Brandon Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið á Truth Social og segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir slysið og virðist telja sökina liggja hjá flugturninum og þyrluflugmanninum. „EKKI GOTT!!!“ segir forsetinn. Slysið náðist á öryggismyndavélar, sem virðast sýna þyrluna fljúga beint á flugvélina. Fjöldi samsæriskenninga er þegar komin á flug á samfélagsmiðlum og spurt að því hvort um viljaverk var að ræða. Þá hefur harmleikurinn þegar verið gerður pólitískur og fast skotið á Trump fyrir að skera niður hjá samgönguyfirvöldum. Margir hafa einnig bent á að ef slysið hefði átt sér stað á meðan Biden var enn forseti, hefði Trump nýtt sér það til fulls og ráðist harkalega að forvera sínum. A passenger plane and helicopter have collided in the skies above Washington DC.A web camera shot from the Kennedy Center showed a flash of light mid-air across the Potomac River around 8.47pm local time.https://t.co/giM6v2ky4J pic.twitter.com/LNGGlWLSIF— Sky News (@SkyNews) January 30, 2025 Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er við ána.AP/Alex Brandon Leitað stendur yfir og mörg köfunarteymi mætt á vettvang. Aðstæður eru hins vegar sagðar afar erfiðar.AP/Alex Brandon Fjölmiðlar voru beðnir um að draga úr lýsingu til að auðvelda leit á vatninu.epa/Shawn Thew
Bandaríkin Samgönguslys Samgöngur Donald Trump Flugslys í Washington-borg Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira