Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 30. janúar 2025 11:15 Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun