Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 07:00 Þórður er að eiga frumraun á hvíta tjaldinu, sem hefur vakið mikla athygli. Myndin er nú í kvikmyndahúsum. Vísir Þórður Pálsson, leikstjóri íslenska hrollvekjudramans The Damned, segir vetrartökur á Vestfjörðum vera það erfiðasta sem hann hafi gert um ævina. Svo lítið skjól hafi verið af leikbúningunum að glamrað hafi í tönnum leikaranna sem gátu varla talað fyrir kulda. Myndin hefur fengið það góðar viðtökur í Bandaríkjunum að kvikmyndafyrirtækið A24 var fljótt að kalla Þórð á sinn fund. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Þórður ræðir gerð The Damned sem hann frumsýndi loks á Íslandi á fimmtudaginn í kjölfar góðra dóma og óvæntrar athygli sem hún hefur fengið erlendis. The Damned gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og rekur raunir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, þarf hún að taka erfiða ákvörðun um hvort hún og sjómenn hennar eigi að koma skipbrotsmönnum til bjargar eða láta þá farast til þess að tryggja eigin afkomu. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um yfirnáttúrlega hefnd, þurfa Eva og undirsátar hennar að mæta afleiðingum gjörða sinna. Með helstu hlutverk fara Odessa Young, Joe Cole og Rory McCann. Átta ára undirbúningur Í þættinum segist Þórður hafa fengið hugmyndina að The Damned fyrir átta árum síðan. Þá hafi tekið við langt ferli, meðal annars við fjármögnun myndarinnar og einnig við að klára handritið. Myndin var svo tekin upp á sex vikum í Bolungarvík og á Ísafirði síðasta vetur. Þetta er fyrsta mynd Þórðar í fullri lengd. „Vesen er rétta orðið. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert á ævi minni. Það var svo kalt. Mér var kalt og leikararnir voru í períódu búningum og períódu skóm og að reyna að troða einhverju svona hlýju innan undir sem bara var eiginlega ekkert hægt,“ útskýrir Þórður meðal annars í þættinum. Fyrir tökur voru verstöðvar við Ósvör í Bolungarvík endurlífgaðar og torfbær reistur sérstaklega fyrir settið. „Það er ein sena þar sem er svo kalt að fólk á erfitt með að tala. Og það voru sumar aðrar senur þar sem við þurftum bara að kötta díalóga,“ segir Þórður. Þá hafi tennur leikara einfaldlega verið farnar að glamra svo mikið að ekki var annað hægt en að heyra það. Þórður með aðalleikkonunni Odessa Young sem varð að sætta sig við gríðarlegan kulda og litla einangrun sem fylgdi búningi hennar.Lilja Jóns Hundurinn stressaður Þórður lýsir í þættinum yfir mikilli ánægju með leikhópinn. Þau hafi verið saman í sex vikur á Vestfjörðum án þess að fara nokkuð og þeim hafi því orðið vel til vina. Hann lýsir því að hann hafi alls ekki verið viss um að Rory McCann, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Hundurinn (e. The Hound) í Game of Thrones, yrði alltof spenntur fyrir því að leika í myndinni en hann hafi svarað um hæl og slegið til. „Ég hélt þetta yrði erfiðara. Ég skrifaði bréf til hans til þess að útskýra af hverju ég vildi að hann léki Ragnar. Hann svaraði bara: Já! Ég hélt hann myndi vilja skoða þetta en þá reyndar vissi ég ekki hvað hann elskar Ísland mikið.“ Þórður með Rory McCann fyrir enda borðsins.Lilja Jóns Rory er gríðarlega mikill Íslandsvinur líkt og komið hefur fram áður. Hann hafi notið sín vel í kyrrðinni og í náttúrunni á Vestfjörðum. Þórður segir hann hafa smellpassað í hlutverk sitt sem leiðtogi verbúðarinnar í myndinni frá upphafi. Hann segir að McCann hafi ótrúlegt nokk verið eilítið stressaður þegar tökur hófust. „Hann hafði ekki leikið held ég í tvö ár, var nýbúinn að fara í einhverja tvöfalda hnéaðgerð og sagðist vera ryðgaður. Hann var óöruggur og oft að fara afsíðis til að róa taugarnar. Maður skilur það alveg, ef einhver fótboltamaður er búinn að vera meiddur þá spilar hann með varaliðinu, maður hoppar ekki beint í Meistaradeildina eftir að hafa verið meiddur eftir að hafa verið meiddur í tvö ár. Mér fannst hann frábær í myndinni.“ A24 og Blumhouse að banka upp á Þórður segist í þættinum vera með ýmislegt í undirbúningi eftir að hann fylgir The Damned úr vör. Hann segir sérlega ánægjulegt hvað myndinni hafi verið vel tekið í Bandaríkjunum og að hann hafi fengið marga skemmtilega fundi í kjölfarið. „En aðalmálið er að vera með marga bolti á lofti. Þetta er ekkert nema höfnun og þú verður að þola það að fá rosa mikið af nei-um,“ útskýrir Þórður. Hann segist nú vera að undirbúa þætti með íslenska framleiðslufyrirtækinu Glassriver. Þá hafa gagnrýnendur erlendis líkt mynd hans við myndir bandarísku kvikmyndaframleiðandanna A24 og Blumhouse. A24 virðist ekki gera annað en að búa til myndir sem vekja athygli hvort sem er hjá gagnrýnendum eða áhorfendum, má þarf nefna myndir líkt og Everything Everywhere All at Once og Babygirl. Þá hefur Blumhouse framleitt ýmsar hryllingsmyndir sem slegið hafa í gegn líkt og Get Out. „Ég er búinn að funda með þeim eftir að The Damned kom út og það væri bara draumur að vinna með þeim,“ segir Þórður. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í kvikmynda- og sjónvarpshlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem Þórður ræðir gerð The Damned sem hann frumsýndi loks á Íslandi á fimmtudaginn í kjölfar góðra dóma og óvæntrar athygli sem hún hefur fengið erlendis. The Damned gerist á nítjándu öld á Vestfjörðum og rekur raunir Evu, ekkju og erfingja afskekktar verbúðar. Þegar erlent seglskip strandar í firðinum, þarf hún að taka erfiða ákvörðun um hvort hún og sjómenn hennar eigi að koma skipbrotsmönnum til bjargar eða láta þá farast til þess að tryggja eigin afkomu. Þjökuð samviskubiti og vaxandi ótta um yfirnáttúrlega hefnd, þurfa Eva og undirsátar hennar að mæta afleiðingum gjörða sinna. Með helstu hlutverk fara Odessa Young, Joe Cole og Rory McCann. Átta ára undirbúningur Í þættinum segist Þórður hafa fengið hugmyndina að The Damned fyrir átta árum síðan. Þá hafi tekið við langt ferli, meðal annars við fjármögnun myndarinnar og einnig við að klára handritið. Myndin var svo tekin upp á sex vikum í Bolungarvík og á Ísafirði síðasta vetur. Þetta er fyrsta mynd Þórðar í fullri lengd. „Vesen er rétta orðið. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert á ævi minni. Það var svo kalt. Mér var kalt og leikararnir voru í períódu búningum og períódu skóm og að reyna að troða einhverju svona hlýju innan undir sem bara var eiginlega ekkert hægt,“ útskýrir Þórður meðal annars í þættinum. Fyrir tökur voru verstöðvar við Ósvör í Bolungarvík endurlífgaðar og torfbær reistur sérstaklega fyrir settið. „Það er ein sena þar sem er svo kalt að fólk á erfitt með að tala. Og það voru sumar aðrar senur þar sem við þurftum bara að kötta díalóga,“ segir Þórður. Þá hafi tennur leikara einfaldlega verið farnar að glamra svo mikið að ekki var annað hægt en að heyra það. Þórður með aðalleikkonunni Odessa Young sem varð að sætta sig við gríðarlegan kulda og litla einangrun sem fylgdi búningi hennar.Lilja Jóns Hundurinn stressaður Þórður lýsir í þættinum yfir mikilli ánægju með leikhópinn. Þau hafi verið saman í sex vikur á Vestfjörðum án þess að fara nokkuð og þeim hafi því orðið vel til vina. Hann lýsir því að hann hafi alls ekki verið viss um að Rory McCann, sem frægastur er fyrir hlutverk sitt sem Hundurinn (e. The Hound) í Game of Thrones, yrði alltof spenntur fyrir því að leika í myndinni en hann hafi svarað um hæl og slegið til. „Ég hélt þetta yrði erfiðara. Ég skrifaði bréf til hans til þess að útskýra af hverju ég vildi að hann léki Ragnar. Hann svaraði bara: Já! Ég hélt hann myndi vilja skoða þetta en þá reyndar vissi ég ekki hvað hann elskar Ísland mikið.“ Þórður með Rory McCann fyrir enda borðsins.Lilja Jóns Rory er gríðarlega mikill Íslandsvinur líkt og komið hefur fram áður. Hann hafi notið sín vel í kyrrðinni og í náttúrunni á Vestfjörðum. Þórður segir hann hafa smellpassað í hlutverk sitt sem leiðtogi verbúðarinnar í myndinni frá upphafi. Hann segir að McCann hafi ótrúlegt nokk verið eilítið stressaður þegar tökur hófust. „Hann hafði ekki leikið held ég í tvö ár, var nýbúinn að fara í einhverja tvöfalda hnéaðgerð og sagðist vera ryðgaður. Hann var óöruggur og oft að fara afsíðis til að róa taugarnar. Maður skilur það alveg, ef einhver fótboltamaður er búinn að vera meiddur þá spilar hann með varaliðinu, maður hoppar ekki beint í Meistaradeildina eftir að hafa verið meiddur eftir að hafa verið meiddur í tvö ár. Mér fannst hann frábær í myndinni.“ A24 og Blumhouse að banka upp á Þórður segist í þættinum vera með ýmislegt í undirbúningi eftir að hann fylgir The Damned úr vör. Hann segir sérlega ánægjulegt hvað myndinni hafi verið vel tekið í Bandaríkjunum og að hann hafi fengið marga skemmtilega fundi í kjölfarið. „En aðalmálið er að vera með marga bolti á lofti. Þetta er ekkert nema höfnun og þú verður að þola það að fá rosa mikið af nei-um,“ útskýrir Þórður. Hann segist nú vera að undirbúa þætti með íslenska framleiðslufyrirtækinu Glassriver. Þá hafa gagnrýnendur erlendis líkt mynd hans við myndir bandarísku kvikmyndaframleiðandanna A24 og Blumhouse. A24 virðist ekki gera annað en að búa til myndir sem vekja athygli hvort sem er hjá gagnrýnendum eða áhorfendum, má þarf nefna myndir líkt og Everything Everywhere All at Once og Babygirl. Þá hefur Blumhouse framleitt ýmsar hryllingsmyndir sem slegið hafa í gegn líkt og Get Out. „Ég er búinn að funda með þeim eftir að The Damned kom út og það væri bara draumur að vinna með þeim,“ segir Þórður.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Bolungarvík Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira