Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2025 20:39 Donald Trump í Hvíta húsinu í kvöld. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kenndi því sem kallað er DEI vestanhafs og stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu um flugslysið í Washington DC í nótt. Sagði hann slík stefnumál og ráðningar á þeim grundvelli hafa grafið undan öryggi. Hann gagnrýndi einnig áhöfn herþyrlunnar sem skall á farþegaflugvél svo 67 manns létu lífið, auk þess sem hann sagði Joe Biden, fyrrverandi forseta, og Pete Buttigieg, fyrrverandi samgönguráðherra, bera ábyrgð á slysinu vegna meintra ráðninga á fólki sem forsetinn sagði vera vanheilt á geði og greindarskert. Það hefði verið gert á grunni DEI og um væri að ræða stefnu sem heimilaði einnig ráðningu sjón- og heyrnarskerts fólks og fólks með dvergvöxt. „Við verðum að vera með okkar gáfaðasta fólk,“ sagði Trump. „Þeir verða að vera náttúrulega hæfileikaríkir snillingar.“ Þegar Trump var spurður hvernig hann gæti kennt DEI-stefnum um slysið svaraði hann: „Af því að ég hef almenna skynsemi og því miður eru margir sem hafa hana ekki.“ Þetta sagði Trump á blaðamannafundi sem hann hélt fyrr í kvöld. Innan við sólarhring eftir að slysið varð og áður en vitað er með vissu hvað olli slysinu. Reporter: I’m trying to figure out how you can come to the conclusion that diversity had something to do with this crash?Trump: Because I have common sense and unfortunately a lot of people don’t pic.twitter.com/zawPuhBeJ5— Acyn (@Acyn) January 30, 2025 Forsetinn byrjaði að votta fjölskyldum þeirra sem létu lífið samúð sína, áður en hann byrjaði að fara um víðan völl um slysið. „Við vitum ekki hvað leiddi til slyssins enn en við höfum mjög sterkar skoðanir,“ sagði Trump. Hann velti, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar, vöngum yfir því hvort þyrluflugmennirnir hefðu verið með nætursjónauka, lýsti því yfir að um væri að ræða „flugmannavanda“, sagði að þyrlunni hafi verið flogið „á ótrúlega slæmri átt“ og spurði af hverju flugmenn þyrlunnar hefðu ekki stöðvað hana. Því hægt væri að stöðva þyrlur mjög hratt. Þá virtist hann einnig gagnrýna flugumferðarstjóra vegna þess að þyrlan og flugvélin, sem var í aðflugi fyrir lendingu, hafi verið á sömu hæð. Trump, sem rak nýlega yfirmann flugumferðarstofnunar Bandaríkjanna (FAA), tók Sean Duffy, nýjan samgönguráðherra, upp á svið og ítrekaði við hann að slysið væri ekki honum að kenna. Mönnun ekki eðlileg Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu frá rannsakendum FAA þar sem fram kemur að einn flugumferðarstjóri hafi verið að sinna tveimur stöðum þegar slysið varð. Mönnun hafi ekki verið eðlileg, miðað við umfang flugumferðar á þessum tíma. Buttigieg hefur tjáð sig um ummæli Trumps of fordæmt þau harðlega sem fyrirlitleg. „Á meðan fjölskyldur syrgja, ætti Trump að leiða, ekki ljúga,“ skrifaði Buttigieg í færslu á X. Hann sagði að á tíma síðustu ríkisstjórnar hefði öryggi verið aukið og flugumferðarstjórum fjölgað. Ekkert alvarlegt slys hefði átt sér stað á þessum tíma. Trump, sem stýrði núna bæði hernum og FAA, hefði gert það að einum sínum fyrstu verkum að reka mikilvæga starfsmenn flugumferðarstofnunarinnar. Nú væri tíminn til að leiða og útskýra fyrir þjóðinni hvað hann ætlaði að gera til að tryggja að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Despicable. As families grieve, Trump should be leading, not lying. We put safety first, drove down close calls, grew Air Traffic Control, and had zero commercial airline crash fatalities out of millions of flights on our watch. President Trump now oversees the military and the…— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 30, 2025 Á einum tímapunkti á blaðamannafundinum í kvöld sagði blaðamaður Trump að það væri alls ekki rétt að ráðningarstefnan sem hann hefði nefnt væri ný og hefði verið sett á laggirnar í forsetatíð Bidens. „Hver segir það, þú?“ spurði Trump þá. Blaðamaðurinn benti þá á að þessi stefna hefði fyrst verið nefnd á vef FAA árið 2013 og spurði af hverju Trump hefði ekki fellt hana úr gildi í fyrri forsetatíð hans. Trump sagðist þá hafa breytt henni en að Biden hefði breytt henni til baka. ALEXANDER: The implication that this policy is new or that it stems from efforts that began under Biden is demonstrably false. TRUMP: Who said that, you?ALEXANDER: It's been on the FAA's website since 2013. Why didn't you change the policy during your first administration pic.twitter.com/6lwhwvM1Yr— Aaron Rupar (@atrupar) January 30, 2025 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump einnig harðlega í kvöld. Hann sagði ótækt að forseti Bandaríkjanna kastaði fram ummælum eins og hann hefði látið frá sér í kvöld, á meðan enn væri verið að leita að líkum fólks í Potomac-ánni og tilkynna fjölskyldum að ástvinir þeirra væru látnir. „Manni verður bumbult,“ skrifaði Schumer. I just watched President Trump’s news conference on the heartbreaking, horrific accident at DCA, and I have to tell you:It’s one thing for internet pundits to spew up conspiracy theories.It’s another for the President of the United States of America to throw out idle…— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 30, 2025 Uppfært 21:15 Trump hefur skrifað undir forsetatilskipun um sem snýr að því að binda enda á meintar ráðningar á grunni litarhafts eða kyns. Við athöfnina sagði hann hinar svokölluðu DEI-stefnur skammarlegar og sagði Biden og Demókrata hafa valdið miklum skaða. Inntur eftir því hvort hann vildi í alvörunni meina að kynþáttur eða kyn einhverra sem að málinu koma gæti hafa valdið slysinu, sagði hann: „Mögulega. Vanhæfi gæti hafa spilað inn í.“ Reporter: 64 people lost their lives last night if you aren't confident that DEI had any role why bring it up?Trump: All I am talking about is competence pic.twitter.com/YK1tQszoLv— Acyn (@Acyn) January 30, 2025 Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Hann gagnrýndi einnig áhöfn herþyrlunnar sem skall á farþegaflugvél svo 67 manns létu lífið, auk þess sem hann sagði Joe Biden, fyrrverandi forseta, og Pete Buttigieg, fyrrverandi samgönguráðherra, bera ábyrgð á slysinu vegna meintra ráðninga á fólki sem forsetinn sagði vera vanheilt á geði og greindarskert. Það hefði verið gert á grunni DEI og um væri að ræða stefnu sem heimilaði einnig ráðningu sjón- og heyrnarskerts fólks og fólks með dvergvöxt. „Við verðum að vera með okkar gáfaðasta fólk,“ sagði Trump. „Þeir verða að vera náttúrulega hæfileikaríkir snillingar.“ Þegar Trump var spurður hvernig hann gæti kennt DEI-stefnum um slysið svaraði hann: „Af því að ég hef almenna skynsemi og því miður eru margir sem hafa hana ekki.“ Þetta sagði Trump á blaðamannafundi sem hann hélt fyrr í kvöld. Innan við sólarhring eftir að slysið varð og áður en vitað er með vissu hvað olli slysinu. Reporter: I’m trying to figure out how you can come to the conclusion that diversity had something to do with this crash?Trump: Because I have common sense and unfortunately a lot of people don’t pic.twitter.com/zawPuhBeJ5— Acyn (@Acyn) January 30, 2025 Forsetinn byrjaði að votta fjölskyldum þeirra sem létu lífið samúð sína, áður en hann byrjaði að fara um víðan völl um slysið. „Við vitum ekki hvað leiddi til slyssins enn en við höfum mjög sterkar skoðanir,“ sagði Trump. Hann velti, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar, vöngum yfir því hvort þyrluflugmennirnir hefðu verið með nætursjónauka, lýsti því yfir að um væri að ræða „flugmannavanda“, sagði að þyrlunni hafi verið flogið „á ótrúlega slæmri átt“ og spurði af hverju flugmenn þyrlunnar hefðu ekki stöðvað hana. Því hægt væri að stöðva þyrlur mjög hratt. Þá virtist hann einnig gagnrýna flugumferðarstjóra vegna þess að þyrlan og flugvélin, sem var í aðflugi fyrir lendingu, hafi verið á sömu hæð. Trump, sem rak nýlega yfirmann flugumferðarstofnunar Bandaríkjanna (FAA), tók Sean Duffy, nýjan samgönguráðherra, upp á svið og ítrekaði við hann að slysið væri ekki honum að kenna. Mönnun ekki eðlileg Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum yfir skýrslu frá rannsakendum FAA þar sem fram kemur að einn flugumferðarstjóri hafi verið að sinna tveimur stöðum þegar slysið varð. Mönnun hafi ekki verið eðlileg, miðað við umfang flugumferðar á þessum tíma. Buttigieg hefur tjáð sig um ummæli Trumps of fordæmt þau harðlega sem fyrirlitleg. „Á meðan fjölskyldur syrgja, ætti Trump að leiða, ekki ljúga,“ skrifaði Buttigieg í færslu á X. Hann sagði að á tíma síðustu ríkisstjórnar hefði öryggi verið aukið og flugumferðarstjórum fjölgað. Ekkert alvarlegt slys hefði átt sér stað á þessum tíma. Trump, sem stýrði núna bæði hernum og FAA, hefði gert það að einum sínum fyrstu verkum að reka mikilvæga starfsmenn flugumferðarstofnunarinnar. Nú væri tíminn til að leiða og útskýra fyrir þjóðinni hvað hann ætlaði að gera til að tryggja að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Despicable. As families grieve, Trump should be leading, not lying. We put safety first, drove down close calls, grew Air Traffic Control, and had zero commercial airline crash fatalities out of millions of flights on our watch. President Trump now oversees the military and the…— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) January 30, 2025 Á einum tímapunkti á blaðamannafundinum í kvöld sagði blaðamaður Trump að það væri alls ekki rétt að ráðningarstefnan sem hann hefði nefnt væri ný og hefði verið sett á laggirnar í forsetatíð Bidens. „Hver segir það, þú?“ spurði Trump þá. Blaðamaðurinn benti þá á að þessi stefna hefði fyrst verið nefnd á vef FAA árið 2013 og spurði af hverju Trump hefði ekki fellt hana úr gildi í fyrri forsetatíð hans. Trump sagðist þá hafa breytt henni en að Biden hefði breytt henni til baka. ALEXANDER: The implication that this policy is new or that it stems from efforts that began under Biden is demonstrably false. TRUMP: Who said that, you?ALEXANDER: It's been on the FAA's website since 2013. Why didn't you change the policy during your first administration pic.twitter.com/6lwhwvM1Yr— Aaron Rupar (@atrupar) January 30, 2025 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi Trump einnig harðlega í kvöld. Hann sagði ótækt að forseti Bandaríkjanna kastaði fram ummælum eins og hann hefði látið frá sér í kvöld, á meðan enn væri verið að leita að líkum fólks í Potomac-ánni og tilkynna fjölskyldum að ástvinir þeirra væru látnir. „Manni verður bumbult,“ skrifaði Schumer. I just watched President Trump’s news conference on the heartbreaking, horrific accident at DCA, and I have to tell you:It’s one thing for internet pundits to spew up conspiracy theories.It’s another for the President of the United States of America to throw out idle…— Chuck Schumer (@SenSchumer) January 30, 2025 Uppfært 21:15 Trump hefur skrifað undir forsetatilskipun um sem snýr að því að binda enda á meintar ráðningar á grunni litarhafts eða kyns. Við athöfnina sagði hann hinar svokölluðu DEI-stefnur skammarlegar og sagði Biden og Demókrata hafa valdið miklum skaða. Inntur eftir því hvort hann vildi í alvörunni meina að kynþáttur eða kyn einhverra sem að málinu koma gæti hafa valdið slysinu, sagði hann: „Mögulega. Vanhæfi gæti hafa spilað inn í.“ Reporter: 64 people lost their lives last night if you aren't confident that DEI had any role why bring it up?Trump: All I am talking about is competence pic.twitter.com/YK1tQszoLv— Acyn (@Acyn) January 30, 2025
Bandaríkin Donald Trump Fréttir af flugi Flugslys í Washington-borg Tengdar fréttir Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43 Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Fjölmiðlar vestanhafs segja 28 lík hafa verið heimt úr Potomac-ánni, þar sem brak úr flugvélinni og þyrlunni sem lentu saman í gærkvöldi flýtur innan um ís. Yfirvöld hafa ekki staðfest fjölda látinna en ef rétt reynist eru 39 enn í vatninu. 30. janúar 2025 12:43
Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Stjórnvöld í Rússlandi hafa staðfest að Evgenia Shishkova og Vadim Naumov, fyrrverandi heimsmeistarar í listdansi á skautum, hafi verið meðal farþega í flugvélinni sem fórst fyrir utan Washington í gærkvöldi að staðartíma. 30. janúar 2025 09:52