Rannsakendur stefna að því að birta bráðabirgðaskýrslu um slysið innan 30 daga.
Greint var frá því á blaðamannafundi um miðjan dag í gær að 28 lík hefðu verið heimt úr Potomac-ánni, 27 úr flugvélinni og eitt úr herþyrlunni sem virðista hafa verið flogið á vélina. Engar frekari fregnir hafa borist af björgunaraðgerðum.
Alls voru 64 um borð í flugvélinni og þrír í þyrlunni.
bandaFjöldi skautafólks er meðal látnu en flugvélin var að koma frá Wichita í Kansas, þar sem skautabúðir höfðu verið haldnar í framhaldi af móti. Samkvæmt erlendum miðlum voru allt að fjórtán íþróttamenn og þjálfarar í vélinni, meðal annars tveir fyrrverandi heimsmeistarar og fjórir ungir iðkendur.
Fólkið var frá Bandaríkjunum og Rússlandi.
Þá voru tveir kínverskir ríkisborgarar um borð.
Washington Post greindi frá því í gær að fyrr í vikunni hefði önnur farþegaþota þurft að hætta við lendingu eftir að þyrla birtist allt í einu í flugleið hennar. Rannsókn þessa atviks virðist munu beinast aðallega að flugleið þyrlunnar, sem vék mögulega af samþykktri leið.