Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2025 14:06 Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo nýta megi betur rafrænar lausnir og skapa þannig hagræði við lánaumsýslu. Mynd úr safni. Vísir Áætlað er að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum skuldabréfum og lánaumsýslu gæti numið nokkrum milljörðum króna. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hvetja stjórnvöld til að breyta lögum svo ávinningur rafrænna þinglýsinga nái betur fram að ganga. Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna. Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira
Hátt í fjögur þúsund umsagnir bárust í samráðsgátt stjórnvalda með tillögum til hagræðingar í ríkisrekstri. Þar á meðal er tillaga Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu þar sem bent er á að verkefnið um rafrænar þinglýsingar, sem varð að veruleika árið 2020, hafi ekki verið að fullu klárað. Jóna Björk Guðnadóttir, yfirlögfræðingur SFF, segir að margt hafi þó tekist vel til með rafrænum þinglýsingum. „En það eru enn heilmikil hagræðingartækifæri í því til dæmis að breyta lögum þannig að lánaskjöl sem eru rafræn og eru rafrænt undirrituð fái sömu stöðu og skuldabréf sem í dag þurfa að vera á pappír og undirrituð með penna, sem að kannski er óþarfi í dag þegar fólk vill nýta sér að eiga viðskipti bara á netinu og þurfa ekki að keyra í bankann og taka frí i vinnu og allt það,“ segir Jóna. Tvöfalt kerfi sem hægt sé að kveðja „Hagræðingin með rafrænu þinglýsingunum er frábær, sem hefur orðið hjá sýslumönnunum, en það hefur orðið til svolítið tvöfalt kerfi. Þeir sem eru að taka lán þeir þurfa að undirrita pappírinn og gera sér ferð og allt það, og lánveitandinn þarf að sinna þessu líka. En síðan er þinglýsingin ein og sér rafræn. Við myndum vilja að allir gætu nýtt sér þessa rafrænu ferla.“ Um 50 þúsund veðskuldabréfum er þinglýst árlega á Íslandi sem hver um sig kallar á ákveðna vinnu hjá ólíkum aðilum. Áætlað var fyrir nokkrum árum að þjóðhagslegur sparnaður af rafrænum þinglýsingum gæti orðið numið allt að einum komma sjö milljörðum króna á ári. Jóna gerir ráð fyrir að hagræðið gæti verið mun meira nú, sé allt tekið með inn í reikninginn. „Það kom fram frumvarp fyrir nokkrum misserum síðan þar sem að stjórnvöld lögðu mat á það að þjóðhagslegur ávinningur af þessu verkefni væri að lágmarki 1,2 til 1,7 milljarðar og þá var ekki allt til tekið, allur sparnaður atvinnulífsins eða einstaklinga þannig þetta er heilmikið hagræðingartækifæri þarna,“ segir Jóna.
Fjármálafyrirtæki Stjórnsýsla Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Sjá meira