Liðin í Bónus deild karla hafa verið dugleg að styrkja sig undanfarna daga, fyrir lokasprett tímabilsins. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti.
Pruitt var með 17,9 stig, 6,8 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik með Þór á síðasta tímabili. Hann er þrítugur Bandaríkjamaður með þýskt ríkisfang.
Pruitt leikur sinn fyrsta leik fyrir Keflavík þegar liðið sækir KR heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
📢Nýr leikmaður📢
— Keflavík Karfan (@KeflavikKarfa) January 31, 2025
KKDK hefur samið við Bandarískan/Þýskan leikmann, Nigel Pruitt.
Pruitt spilaði með Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili.
Pruitt mun spila sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í kvöld kl. 19:30
Við bjóðum Nigel Pruitt velkominn í blátt 💙 pic.twitter.com/Ppw0rYs7JE
Keflavík er í 7. sæti Bónus deildarinnar með fjórtán stig eftir fimmtán leiki. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð.