Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 10:30 Chloe Kelly hefur verið mikið á bekknum hjá Manchester City í vetur og er nú farin á láni til Arsenal. Getty/Alex Livesey Chloe Kelly er farin á láni til Arsenal frá Manchester City eftir ljótan viðskilnað við City. Kelly, sem tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn árið 2022, hefur sakað forráðamenn Manchester City um mannorðsmorð. Guardian segir frá. Kelly hefur verið í fréttum síðustu daga þar sem hún reyndi að komast í burtu frá City þar sem hún hefur fengið lítið að spila. Daginn áður en fréttist af félagsskiptum hennar til Arsenal þá sendi hún frá sér tilfinnanríkan pistil á samfélagsmiðla þar sem hún í raun grátbað að fá að komast í burtu. Hún vildi fá spilatíma til að geta unnið sér sæti í enska landsliðinu á EM í sumar. Kelly talaði um það að finna gleðina á ný og losna úr þvingandi aðstæðum hjá City. Hún hefur verið út í kuldanum þar og aðeins komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu. Heimildarmenn ESPN segja að Manchester City hafi komið í veg fyrir að Kelly færði sig yfir til nágranna þeirra í Manchester United. Eftir að ljóst var að Kelly færi til Arsenal þá skrifaði hún annan pistil og nú var tóninn allur annar. „Ég er svo vonsvikin að komast að því í kvöld að það er fólk hjá þessum klúbbi sem eru að láta blaðamenn fá upplýsingar til að nota gegn mér,“ skrifaði Chloe Kelly. „Þau hafa hringt í blaðamann til að þeir getið vegið að mínu mannorði með því að birta neikvæðar og falskar fréttir um mig í fjölmiðlum. Við konur þurfum að passa upp á hvora aðra og byggja okkur upp í stað þess að brjóta hverja aðra niður. Ekki skjóta hverja aðra niður til að þjónusta okkar vinnuveitendum. Til þeirra sem bera ábyrgð á þessu þá er ég afar vonsvikin,“ skrifaði Kelly. View this post on Instagram A post shared by Isha | Football ⚽️ (@ishaonthefield) Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Kelly, sem tryggði enska landsliðinu Evrópumeistaratitilinn árið 2022, hefur sakað forráðamenn Manchester City um mannorðsmorð. Guardian segir frá. Kelly hefur verið í fréttum síðustu daga þar sem hún reyndi að komast í burtu frá City þar sem hún hefur fengið lítið að spila. Daginn áður en fréttist af félagsskiptum hennar til Arsenal þá sendi hún frá sér tilfinnanríkan pistil á samfélagsmiðla þar sem hún í raun grátbað að fá að komast í burtu. Hún vildi fá spilatíma til að geta unnið sér sæti í enska landsliðinu á EM í sumar. Kelly talaði um það að finna gleðina á ný og losna úr þvingandi aðstæðum hjá City. Hún hefur verið út í kuldanum þar og aðeins komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu. Heimildarmenn ESPN segja að Manchester City hafi komið í veg fyrir að Kelly færði sig yfir til nágranna þeirra í Manchester United. Eftir að ljóst var að Kelly færi til Arsenal þá skrifaði hún annan pistil og nú var tóninn allur annar. „Ég er svo vonsvikin að komast að því í kvöld að það er fólk hjá þessum klúbbi sem eru að láta blaðamenn fá upplýsingar til að nota gegn mér,“ skrifaði Chloe Kelly. „Þau hafa hringt í blaðamann til að þeir getið vegið að mínu mannorði með því að birta neikvæðar og falskar fréttir um mig í fjölmiðlum. Við konur þurfum að passa upp á hvora aðra og byggja okkur upp í stað þess að brjóta hverja aðra niður. Ekki skjóta hverja aðra niður til að þjónusta okkar vinnuveitendum. Til þeirra sem bera ábyrgð á þessu þá er ég afar vonsvikin,“ skrifaði Kelly. View this post on Instagram A post shared by Isha | Football ⚽️ (@ishaonthefield)
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira