Erlent

Allir far­þegarnir látnir

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Minnst sjö eru látnir og nítján slasaðir eftir flugslysið í Fíladelfíu í nótt.
Minnst sjö eru látnir og nítján slasaðir eftir flugslysið í Fíladelfíu í nótt. AP

Allir sex sem voru um borð í sjúkraflugvél sem hrapaði í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum létust. Einn sem var á jörðu niðri er látinn og minnst nítján aðrir eru slasaðir. Vélin var nýtekin á loft þegar slysið varð, sem er nú til rannsóknar.

Vélin hrapaði til jarðar í þéttbýlu hverfi borgarinnar, með þeim afleiðingum að eldur kviknaði í húsum og fjöldi fólks á jörðu niðri slasaðist.

Flugvélin var á leið til Tijuana í Mexico, með stuttri viðkomu í Missouri.

BBC greinir frá því að flugvélin hafi verið á leið til Tijuana í Mexico, með stuttri viðkomu í Missouri. Um borð var stúlka sem var nýbúin að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Aðrir farþegar voru móðir stúlkunnar, tveir flugmenn, sjúkraflutningamaður og læknir. Þau voru öll mexíkóskir ríkisborgarar.

Adam Thiel, starfsmaður Fíladelfíuborgar, sagði á blaðamannafundi að sennilega yrði fjöldi látinna og slasaðra ekki ljós fyrr en eftir nokkra daga. Rannsókn stæði nú yfir og mörgum spurningum væri enn ósvarað.

Slökkviliðsyfirvöld á svæðinu hafa sagt að eldur hafi kviknað á fimm stöðum í kjölfar slyssins, og búið sé að ráða niðurlögum þeirra.

Rafmagnslaust varð á nokkrum svæðum í borginni og eru sum hús enn án rafmagns.

BBC.

Á vettvangi slyssins.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×