Tollastríð er því hafið í Norður-Ameríku, að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Við ræðum málið við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Þar fjöllum við einnig um þá stöðu sem gæti komið upp á Reykjanesskaga ef eldgos hefst í vondu veðri. Fyrirvari til rýminga gæti þá verið skertur, þar sem veðrið hefur áhrif á mælitæki Veðurstofunnar.
Við rýnum í stöðuna í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög, en viðræður dagsins eru sveipaðar miklum leyndarhjúp. Mikil uppbygging er nú í Árnesi, þar sem menn horfa stórhuga til ýmiskonar framkvæmda, og þá þarf húsnæðið að fylgja.
Þetta og fleira til í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf, en þær má einnig nálgast í spilaranum hér að ofan.