Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 07:30 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram í úrslitaleiknum við Dani í Noregi í gær. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00