Skoðun

Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og í­þróttum

Auður Magndís Auðardóttir skrifar

Það er margt sem ógnar konum á sundstöðum.

  • Sárafáar sundlaugar eru með aðgengi fyrir fatlað fólk, fatlaðar konur geta því ekki farið í sund því það er ekki öruggt fyrir þær.
  • Fitufordómar eru algengir, það er því ekki öruggt fyrir feitar konur að fara í sund.
  • Rasismi er algengur, það er því ekki öruggt fyrir brúnar konur, svartar konur og konur sem vilja klæðast hyljandi sundfatnaði að fara í sund.
  • Hinseginfordómar eru algengir, það er því ekki öruggt fyrir hinsegin konur að fara í sund.
  • En tilvist trans kvenna ógnar ekki öryggi kvenna sem ekki eru trans.

Það er margt sem ógnar konum í fangelsi

  • Konur hafa ekki sömu möguleika og karlmenn hérlendis á að afplána í opnu fangelsi.
  • Þær eru ekki með nægilegt aðgengi að tíðavörum.
  • Þær eru ekki með nægilegt aðgengi að vinnu, námi og vímuefnameðferð.
  • En tilvist trans kvenna ógnar ekki öryggi kvenna sem ekki eru trans.

Það er margt sem ógnar konum í íþróttum

  • Launamunur atvinnukarla og -kvenna er gríðarlegur.
  • Aðstaða kvenna- og karlaliða er ekki sambærileg.
  • Stelpur í íþróttum fá síður hvatningu frá þjálfurum og foreldrum heldur en strákar.
  • Þjálfarar stelpna eru með minni menntun heldur þjálfarar stráka.
  • En tilvist trans kvenna ógnar ekki öryggi kvenna sem ekki eru trans.

Höfundur er lektor og doktor í menntavísindum.




Skoðun

Sjá meira


×