Innlent

Verk­föll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um verkföllin í grunn- og leikskólum víða um land sem nú eru skollin á. 

Fulltrúi í samninganefnd kennara segir að lítið hafi borið í milli, en þrátt fyrir það hafi ekki tekist að ná samkomulagi í Karphúsinu í gærkvöldi.

Þá fjöllum við um Þorrablót sem haldin voru um helgina og virðast hafa dregið dilk á eftir sér því hátt í tvö hundruð manns hafa veikst í kjölfarið. MAST rannsakar málið. 

Einnig kíkjum við vestur um haf á Grammy hátíðina þar sem okkar maður Víkingur Heiðar fagnaði sigri og segjum frá bekk í Verzlunarskólanum sem var vígður við hátíðlega athöfn í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. 

Í sportpakka dagsins verður karfan krufin eftir stórleiki gærdagsins og sagt frá nýjum leikmanni Keflavíkur.

Klippa: Hádegisfréttir 3. febrúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×