Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2025 13:35 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra setur nýjan vef í loftið í dag ásamt Hildigunni H.H. Thorsteinsson, forstjóra Veðurstofu Íslands. Mynd/Veðurstofa Íslands/Haukur Hauksson). Nýr veðurvefur Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Vefurinn er fyrsta skrefið í endurnýjun vefs Veðurstofunnar og tækniumhverfi hans. Stöðum sem hægt er að fá veðurspá fyrir hefur verið fjölgað Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is. Enn er hægt að skoða veðurspár á gamla vefnum en Hildigunnur H.H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir mestu breytingarnar hjá þeim sem skoði vefinn í farsíma. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að í fyrsta áfanga sé lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað. Fyrir utan bætta framsetningu á staðarspám hefur stöðum sem hægt er að fletta upp til að fá veðurspá verið fjölgað verulega og smám saman mun þeim stöðum fjölga enn frekar. Viðmótið á nýja vefnum.Veðurstofan Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði vefinn í dag og sagði það mikinn heiður. Hildigunnur segir þetta mikil tímamót. „Það að vefurinn hafi dugað nánast óbreyttur þetta lengi er til marks um gæði hans á sínum tíma, en engu að síður vorum við komin í tækniskuld með vefinn og upplýsingatækniumhverfið sem tengist honum,“ segir hún í tilkynningu. Upplýsingar settar fram á öðruvísi formi Nýr vefur hefur að geyma samskonar gögn og spár og fyrri vefur. En upplýsingarnar eru settar fram á svolítið öðru formi svo notendur sjái betur hvað veðurspáin er að segja hverju sinni. „Þetta er verulega umfangsmikið verkefni og nú þegar höfum við fjárfest um 250 milljónum í verkefninu og reiknum með að fjárfesta um 100 milljónum á næstu árum. Við gerum miklar kröfur til rekstraröryggis, uppitíma og að vefurinn þoli mikið álag, fyrir utan það að framsetning á upplýsingum sé skýr, vefurinn notendavænn og komi til með að þjónusta okkar notendur enn betur en eldri útgáfan gerir í dag,“ segir Hildigunnur. Í tilkynningu Veðurstofunnar er einnig farið vel yfir ferlið sem hófst með útboði á vegum Ríkiskaupa í upphafi árs 2022. Origo var hlutskarpast í því útboði. Nánar hér. Veður Tækni Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Sjá meira
Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef lýkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is. Enn er hægt að skoða veðurspár á gamla vefnum en Hildigunnur H.H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir mestu breytingarnar hjá þeim sem skoði vefinn í farsíma. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að í fyrsta áfanga sé lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað. Fyrir utan bætta framsetningu á staðarspám hefur stöðum sem hægt er að fletta upp til að fá veðurspá verið fjölgað verulega og smám saman mun þeim stöðum fjölga enn frekar. Viðmótið á nýja vefnum.Veðurstofan Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra opnaði vefinn í dag og sagði það mikinn heiður. Hildigunnur segir þetta mikil tímamót. „Það að vefurinn hafi dugað nánast óbreyttur þetta lengi er til marks um gæði hans á sínum tíma, en engu að síður vorum við komin í tækniskuld með vefinn og upplýsingatækniumhverfið sem tengist honum,“ segir hún í tilkynningu. Upplýsingar settar fram á öðruvísi formi Nýr vefur hefur að geyma samskonar gögn og spár og fyrri vefur. En upplýsingarnar eru settar fram á svolítið öðru formi svo notendur sjái betur hvað veðurspáin er að segja hverju sinni. „Þetta er verulega umfangsmikið verkefni og nú þegar höfum við fjárfest um 250 milljónum í verkefninu og reiknum með að fjárfesta um 100 milljónum á næstu árum. Við gerum miklar kröfur til rekstraröryggis, uppitíma og að vefurinn þoli mikið álag, fyrir utan það að framsetning á upplýsingum sé skýr, vefurinn notendavænn og komi til með að þjónusta okkar notendur enn betur en eldri útgáfan gerir í dag,“ segir Hildigunnur. Í tilkynningu Veðurstofunnar er einnig farið vel yfir ferlið sem hófst með útboði á vegum Ríkiskaupa í upphafi árs 2022. Origo var hlutskarpast í því útboði. Nánar hér.
Veður Tækni Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Sjá meira