Samstarf

Iðnaðar­hurðir sem henta ís­lenskum að­stæðum

Límtré Vírnet
Það er mikilvægt að velja iðnaðarhurð sem þú getur treyst. Límtré Vírnet selur úrval iðnaðarhurða frá danska vörumerkinu Lindab og pólska vörumerkinu Krispol en þau hafa bæði notið mikilla vinsælda hér á landi.
Það er mikilvægt að velja iðnaðarhurð sem þú getur treyst. Límtré Vírnet selur úrval iðnaðarhurða frá danska vörumerkinu Lindab og pólska vörumerkinu Krispol en þau hafa bæði notið mikilla vinsælda hér á landi.

Límtré Vírnet selur úrval iðnaðarhurða frá danska vörumerkinu Lindab og pólska vörumerkinu Krispol. Lindab iðnaðarhurðirnar hafa verið í notkun hér á landa í áratugi og eru þekktar fyrir gæði, þol og endingu. Hurðirnar frá Krispol hafa á stuttum tíma skapað sér orðspor fyrir hagkvæmni, gæði og áreiðanleika í íslensku atvinnulífi.

Lindab iðnaðarhurðirnar henta frábærlega fyrir Íslendinga enda búa mörg fyrirtæki hér á landi við saltríkar og stormasamar aðstæður,“ segir Einar Óskarsson, sem starfar við sölu og ráðgjöf hjá Límtré Vírneti. „Þessar hurðir henta fyrir vikið vel í t.d. geymslur, fjós, hlöður, fiskihús og verkstæði. Einnig er hægt að fá íhluti að hluta eða öllu leyti úr ryðfríu stáli en það tryggir betri endingu í röku eða tærandi umhverfi eins og finna má í fjósum, hesthúsum eða fiskvinnsluhúsum.“

Einar Óskarsson starfar við sölu og ráðgjöf hjá Límtré Vírneti.

Flekarnir í hurðunum eru framleiddir úr polystyren einangrun sem er bæði umhverfisvænna og sterkara en polyurethan að sögn Einars. „Þetta er einmitt ein helsta sérstaða Lindab en við Íslendingar þekkjum polystyren sem froðuplast. Efnið er steypt í eina blokk sem er svo söguð niður í einangrunina í flekunum og mótuð sérstaklega. Fyrirtækið er síðan með eigið framleiðsluferli á klæðningunni sem er límd á báðum megin á flekann. Allt framleiðsluferlið hjá fyrirtækinu er pottþétt. Sjálfur hef ég selt og þjónustað Lindab hurðir í tvo áratugi og man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann rekist á galla í hurð frá Lindab.“

Límtré Vírnet selur úrval iðnaðarhurða frá danska vörumerkinu Lindab og pólska vörumerkinu Krispol. Hægt er að velja um marga liti, áferð og glugga eftir aðstæðum.

Allar hurðir eru sérsmíðaðar eftir þörfum og kröfum viðskiptavina segir Einar. „Sérfræðingar okkar veita ráðgjöf um val á hurð, festingum og öðrum búnaði. Við bjóðum upp á nokkra standard liti en hægt er að velja fleiri liti gegn auka gjaldi.“

Hurðirnar henta íslenskri nátturu og veðurskilyrðum.

Límtré Vírnet býður upp á uppsetningarþjónustu sem tryggir að hurðirnar séu settar rétt upp sem eykur endingartíma hennar. „Við bjóðum upp á vel þjálfaða menn þegar kemur að uppsetningu en það er rétt að minna á að ef viðskiptavinurinn setur hana upp sjálfur þá takmarkast ábyrgðarþátturinn. Ég mæli hiklaust með því að viðskiptavinir nýti sér uppsetningarþjónustu okkar því ef hurðin er sett rétt upp er nánast hægt að lofa því að hún bili aldrei.“

Stefna Límtrés Vírnets er að þjónusta þær vörur sem fyrirtækið selur. „Því eigum við nánast alla varahluti í bæði Lindab og Krispol hurðir. Þótt það sé ákveðinn kostnaður fólginn í þannig lagerhaldi þá vegur það ekki þungt á móti því slæma orði sem við myndum fá ef viðskiptavinir okkar væru að bíða lengi eftir varahlutum að utan og allt væri um leið strand hjá viðkomandi fyrirtæki. Á þessum 20 árum sem ég hef komið nálægt iðnaðarhurðum okkar man ég ekki eftir því að slíkt hafi hent einhvern viðskiptavin okkar.“

Hagkvæmar og fjölbreyttar hurðir frá Krispol

Pólska vörumerkið Krispol býður upp á vandaðar og hagkvæmar hurðir sögn Einars. „Handbragð og framleiðsla Krispol er mjög vönduð. Þessar hurðir henta fyrir flest húsnæði og starfsemi enda hagkvæmar og fjölbreyttar.“

Fulltrúar Límtrés Vírnets heimsóttu verksmiðjuna út í Póllandi og urðu mjög hrifnir. „Utan þess hvað þessar hurðir eru vandaðar upplifðum við mikið hreinlæti, fagmennsku og ánægt starfsfólk. Við vorum því ekki lengi að taka ákvörðun um framhaldið.“

Góðar hurðir sem henta til sjávar og sveita.

Innflutningur á Krispol hurðum hófst árið 2019 og hafa viðtökur verið afar góðar að sögn Einars. „Og eins og með Lindab hurðirnar þá bara lendum við aldrei í neinum vandræðum með þessar hurðir. Við eigum nánast alla varahluti á lager og bjóðum upp á nokkra standard liti en þó er hægt að sér panta liti gegn auka gjaldi eins og hjá Lindab.“

Sömu menn sjá um uppsetningu Krispol hurða og hjá Lindab. „Þeir eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, á Selfossi og nýlega bættist góður maður í hópinn sem sér um Suðurnesin.“

Helsti munurinn á þessum tveimur gæða merkjum er kannski sá að Lindab framleiðir eigin fleka en aðrir framleiða brautarkerfin fyrir þá. Krispol framleiðir hins vegar eigin brautarkerfi en kaupir fleka frá öðrum framleiðanda og saga í verksmiðjunni hjá sér.

„Svo má nefna að Krispol býður ekki upp á ryðfríar brautir enda kannski meira að stíla inn á stöðluð iðnrými þar sem er þurrt, frekar en fjós og fiskihús. Þannig er Krispol t.d. mjög vinsælt þegar kaupa á bílskúrshurðir enda höfum við selt mjög margar síðustu ár.“

Hér er hægt að fá tilboð í iðnaðarhurðir hjá Límtré Vírnet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×