Sport

Til­þrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Saquon Barkley er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims.
Saquon Barkley er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims. vísir/getty

Það voru mörg frábær tilþrif í NFL-deildinni í vetur en ekkert toppaði þó tilþrif Saquon Barkley, hlaupara Philadelphia Eagles.

Einhvern veginn tókst honum að hoppa yfir varnarmenn þó svo hann væri að hoppa aftur á bak. Slík tilþrif hafa aldrei sést áður.

Svo lygileg voru tilþrifin að það þurfti að breyta Madden-tölvuleiknum vinsæla og koma þessum tilþrifum inn í leikinn.

Barkley verður á ferðinni með Eagles í Super Bowl á sunnudag er Eagles mætir meisturum Kansas City Chiefs í úrslitaleiknum. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 22.00.

Tilþrifasyrpuna má sjá hér að neðan.

Klippa: Lokasóknin: Tilþrif ársins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×