Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 15:15 Frá þingfestingu málsins í Héraðdómi Reykjavíkur. Vísir Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Sjá meira
Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Sjá meira
Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57