Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun