Sport

Dag­skráin: Enski bikarinn, NBA og bar­áttan um Vesturlandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn sjóðheiti Alexander Isak verður í sviðsljósinu með Newcastle United í enska bikarnum í dag.
Hinn sjóðheiti Alexander Isak verður í sviðsljósinu með Newcastle United í enska bikarnum í dag. Getty/Serena Taylor

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á laugardögum.

Enski bikarinn á sviðið þessa helgina og fjórir leikir verða sýndir beint í dag. Einn af þeim er leikur Íslendingasliðs Birmingham á móti úrvalsdeildarliði Newcastle.

Það bíða margir spenntir eftir að sjá Los Angeles Lakers liðið eftir Luka Doncic skiptin en liðið mætir Indiana Pacers í beinni á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.

Baráttan um Vesturlandið verður einnig í beinni en þá taka Skagamenn á móti Vestramönnum í Lengjubikar karla í fótbolta. Það veðrur einnig sýnt beint frá leik Stjörnunnar og ÍBV í Lengjubikarnum.

Einnig verður sýnt frá golfi, 1. deild kvenna í körfubolta og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik ÍA og Vestra í Lengjubikar karla í fótbolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Los Angeles Lakers og Indiana Pacers í NBA deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 08.00 hefst útsending frá afríska meistaramóti áhugamanna í golfi.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 09.00 hefst útsending frá Commercial Bank Qatar Masters á evrópsku mótaröðinni í golfi.

Klukkan 19.00 hefst útsending frá Founders bikarnum sem er golfmót á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og ÍBV í Lengjubikar karla í fótbolta.

Vodafone Sport

Klukkan 12.10 hefst útsending frá leik Leeds og Millwall í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá leik Everton og Bournemouth í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

Klukkan 17.40 hefst útsending frá leik Birmingham og Newcastle í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

Klukkan 19.55 hefst útsending frá leik Brighton og Chelsea í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Florida Panthers og Ottawa Senators í NHL-deildinni í íshokkí.

Bónus deildar rásin

Klukkan 14.20 hefst útsending frá leik unglingaliðs Stjörnunnar og Fjölnis í 1. deild kvenna í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×