Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:43 Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira