Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar 8. febrúar 2025 15:34 Það voru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á glæsilegum og fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er framsækinn og kraftmikill leiðtogi sem hefur þegar sýnt að hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til að stýra Sjálfstæðisflokknum inn í nýja tíma. Hún hefur starfað ötullega að framgangi flokksins, bæði sem þingmaður og ráðherra, og stendur ótrauð við grunngildi Sjálfstæðisflokksins: frelsi, ábyrgð og tækifæri fyrir alla. Með skýrri sýn á nútímalega stjórnsýslu og menntun hefur hún lagt áherslu á að efla nýsköpun og styrkja stoðir atvinnulífsins. Skilur stöðu smærri atvinnurekenda Áslaug Arna skilur stöðu og áskoranir okkar sem stundum atvinnurekstur því hún hefur lagt sig fram við að kynna sér málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja um land allt. Fáir stjórnmálamenn hafa ferðast jafn mikið um landið og kynnt sér stöðu mála í ólíkum landshlutum frá fyrstu hendi. Hún er eini ráðherrann sem hefur bókstaflega fært skrifstofu sína reglulega milli staða og verið þannig í góðu sambandi við fólk og fyrirtæki í öllum landshlutum. Vill sameina flokkinn og efla um allt land Hennar einlægi vilji til að hlusta og sameina ólíkar raddir innan Sjálfstæðisflokksins sýnir að hún mun leitast við að endurnýja traust innan flokksins um allt land. Hún er röggsamur, skapandi og trúverðugur leiðtogi sem vill efla Sjálfstæðisflokkinn til framtíðar. Áslaug Arna er því skýrt val fyrir sjálfstæðisfólk sem vill styrkja stöðu flokksins og byggja upp betra samfélag fyrir alla. Hún verður formaður allra sjálfstæðismanna, um land allt. Ég hvet landsfundarfulltrúa til þess að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Höfundur er húsasmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það voru góð tíðindi fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á glæsilegum og fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er framsækinn og kraftmikill leiðtogi sem hefur þegar sýnt að hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til að stýra Sjálfstæðisflokknum inn í nýja tíma. Hún hefur starfað ötullega að framgangi flokksins, bæði sem þingmaður og ráðherra, og stendur ótrauð við grunngildi Sjálfstæðisflokksins: frelsi, ábyrgð og tækifæri fyrir alla. Með skýrri sýn á nútímalega stjórnsýslu og menntun hefur hún lagt áherslu á að efla nýsköpun og styrkja stoðir atvinnulífsins. Skilur stöðu smærri atvinnurekenda Áslaug Arna skilur stöðu og áskoranir okkar sem stundum atvinnurekstur því hún hefur lagt sig fram við að kynna sér málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja um land allt. Fáir stjórnmálamenn hafa ferðast jafn mikið um landið og kynnt sér stöðu mála í ólíkum landshlutum frá fyrstu hendi. Hún er eini ráðherrann sem hefur bókstaflega fært skrifstofu sína reglulega milli staða og verið þannig í góðu sambandi við fólk og fyrirtæki í öllum landshlutum. Vill sameina flokkinn og efla um allt land Hennar einlægi vilji til að hlusta og sameina ólíkar raddir innan Sjálfstæðisflokksins sýnir að hún mun leitast við að endurnýja traust innan flokksins um allt land. Hún er röggsamur, skapandi og trúverðugur leiðtogi sem vill efla Sjálfstæðisflokkinn til framtíðar. Áslaug Arna er því skýrt val fyrir sjálfstæðisfólk sem vill styrkja stöðu flokksins og byggja upp betra samfélag fyrir alla. Hún verður formaður allra sjálfstæðismanna, um land allt. Ég hvet landsfundarfulltrúa til þess að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Höfundur er húsasmíðameistari
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar