Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úr­slita­keppnina?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Körfuboltakvöld fór yfir leiðir liðanna í úrslitakeppnina.
Körfuboltakvöld fór yfir leiðir liðanna í úrslitakeppnina.

Baráttan um að komast í úrslitakeppni Bónus deildar karla er hörð og á eftir að harðna enn frekar. Fimm umferðir eru eftir og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir alla leiki liðanna sem eru í baráttunni.

Álftanes, ÍR, KR og Þór Þ. eru öll jöfn með sextán stig. Keflavík er svo með fjórtán stig.

Höttur og Haukar eru í fallsætunum tveimur með átta stig. Grindavík og Valur eru fyrir ofan með átján stig.

Stefán Árni, Sævar Sævarsson og Helgi Magnússon fóru yfir alla leikina sem liðin í sjötta til tíunda sætis eiga eftir og mátu möguleika þeirra á að komast í úrslitakeppnina.

Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Baráttan um sæti í úrslitakeppninni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×