Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2025 07:01 Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Skoðun Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tímamótafundur um Reykjavíkurflugvöll var haldinn þann 6. febrúar s.l. á vegum Flugmálafélags Íslands. Í seinni tíð hafa ekki komið jafn skýr skilaboð ráðamanna, bæði borgarstjóra Reykjavíkur og ráðherra flugmála í landinu um að nú skúli snúa vörn í sókn og hverfa frá ríkjandi stefnu Reykjavíkurborgar síðustu ár og jafnvel áratugi í þá veru að þrengja að allri starfsemi á flugvellinum. Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eins og bæði ráðherra og borgarstjóri tóku undir á fundinum. Völlurinn gegnir stóru hlutverki í heilbrigðiskerfi allra landsmanna í að tryggja aðgengi að eina hátæknisjúkrahúsi landsins í miðborg Reykjavíkur. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs, hann er mikilvægur varaflugvöllur og hlekkur í almannavarnakerfi landsins. Það er algjört hneyksli hvernig höfuðborg landsins hefur hundsað og beinlínis ekki svarað erindum sem varða nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og tækjabúnaði á vellinum svo árum skiptir. Flugrekstur er gríðarlega stór atvinnugrein á Íslandi og við erum flugþjóð. Það er ekki sjálfgefið og til að svo verði áfram þarf viðhorfsbreytingu til þessarar mikilvægu atvinnugreinar. Við eigum að sameinast um að hlúa enn betur að fluginu og ekki síst grasrót þess sem meðal annars þrífst á Reykjavíkurflugvelli. Stórhuga forystumenn á fyrri hluta síðustu aldar unnu þrekvirki í að efla flugið og starfsemi þess landsmönnum öllum til heilla. Nú þarf pólitíkin og flugsamfélagið allt að nýta þann meðbyr sem fundurinn 6. febrúar markaði. Það þarf að laga og uppfæra tækjabúnað og umhverfi vallarins þannig að flugvöllurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu með sóma. Grisja þarf og endurskipuleggja skóginn í Öskjhlíðinni til framtíðar, setja upp ný aðflugshallaljós sem bæta öryggi, koma upp fjarturni á vallarsvæðinu með viðeigandi tækjabúnaði fyrir flugumferðarstjórn og byggja nýja flugstöð sem þjónað getur farþegaumferð um völlinn með sóma, svo nokkuð sé nefnt. Fluggarðar og framtíðin Stefna eða stefnuleysi borgarinnar að flestu sem viðkemur flugvellinum á liðnum árum hefur um margt ýtt undir neikvætt viðhorf til starfseminnar sem þar er. Fluggarðar eru dæmi um slíkt en þar er stórt svæði með fjölda flugskýla, flugskóla, viðhaldsverkstæði og margt fleira. Þetta svæði hefur mátt muna fífil sinn fegurri og ástæðan er fyrst og fremst óvissa og yfirvofandi stefna um að allt þetta svæði skuli víkja fyrir einhverju öðru mikilvægara. Við þekkjum hvaða litum borgaryfirvöld hafa viljað mála þær skipulagslegu glansmyndir sem á borð eru bornar á tillidögum. Brosandi fólk á reiðhjólum á sólríkum degi með glæsilegar byggingar í bakgrunni í stað gamalla flugskýla. Breytum þessu og höfum flugið og allt sem því tengist með á nýju myndinni. Reynum að vinna þetta í sátt við þá starfsemi sem fyrir er og skiptir miklu máli. Framtíðarsýnin með þekkingarþorp í Vatnsmýrinni á að geta innifalið flugið sem er ein af okkar stærstu atvinnugreinum. Reykjavíkurborg, stjórnvöld og við öll ættum að sjá hag okkar í því að byggja upp öfluga atvinnu- og fræðastarfsemi tengda fluginu á þessum stað, í samstarfi við menntastofnanir. Það er sameiginlegt hagsmunamál fyrir alla. Snúum vörn í sókn á Reykjavíkurflugvelli. Höfundur er flugstjóri
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar