Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar 10. febrúar 2025 07:33 Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Skoðun Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. Leikskólarnir fjórir voru þeir einu sem völdust í fyrstu hrinu verkfallsins, en hún stóð í fimm vikur. Þegar verkföllin hófust aftur nú í byrjun febrúar bættist sjötta vikan við hjá börnunum í þessum leikskólum og sú sjöunda hefði verið að byrja ef Félagsdómur hefði fallist á þessa sérstöku kröfu Kennarasambandsins. Kennarasambandið mátti vita að annað hvort yrðu öll verkföllin dæmd lögmæt eða ólögmæt. Þessi tilraun til að undanskilja verkföllin í leikskólunum fjórum er því ekkert annað en hefnaraðgerð gegn foreldrunum sem fóru í mál við Kennarasambandið og Félag leikskólakennara þar sem þau töldu verkföllin ólögleg. Héraðsdómur vísaði málinu frá og taldi að Félagsdómur ætti frekar að skera úr um lögmætið. Sem hann hefur nú gert, verkföllin eru ólögmæt. Foreldrarnir höfðu því rétt fyrir sér. Forsvarsmenn kennara fóru í mikla fýlu út af þessari málssókn og átöldu foreldra fyrir að vera að skipta sér af kjarabaráttu þeirra. Með því að reyna að undanskilja leikskóla barna þessara foreldra í ákvörðun Félagsdóms afhjúpar kennaraforystan smásálarlegan hefndarhug sem henni er ekki sæmandi. Ef Kennarasambandinu hefði orðið að ósk sinni um að halda áfram verkföllum í leikskólunum fjórum, þá væri staðan sú að þeir væru einir í verkföllum, ásamt leikskólanum í Snæfellsbæ. Þá væru 3% leikskólabarna að byrja sjöundu viku verkfalla í þeim tilgangi að knýja á um kjarabætur fyrir alla leikskólakennara, grunnskólakennara og framhaldsskólakennara landsins. Hvernig getur forystufólk kennara horft í augun á foreldrum og viðsemjendum sínum og haldið því fram að eitthvað geti réttlætt þessa lítilmótlegu en þó misheppnuðu tilraun til að refsa foreldrunum fyrir að standa með börnum sínum? Höfundur er afi leikskólabarns
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar