Tónlist

The Smashing Pumpkins til Ís­lands

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Billy Corgan og félagar í The Smashing Pumpkins eru á leiðinni til landsins.
Billy Corgan og félagar í The Smashing Pumpkins eru á leiðinni til landsins. Kevin Winter/Getty Image

Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þar segir að hljómsveitin sé ein af áhrifamestu hljómsveitum allra tíma. Hún hafi átt stóran þátt í mótun indie tónlistar og menningar frá því hún var stofnuð í Chicago árið 1988.

Hljómsveitin hefur selt yfir þrjátíu milljón platna um allan heim og unnið fjölda verðlauna, þar má nefna tvenn Grammy verðlaun, sjö MTV VMA verðlaun og American Music verðlaun.

Í tilkynningu Senu segir að almenn sala hefjist á föstudaginn næsta þann 14. febrúar klukkan 10:00. Póstlistaforsala Senu fari fram á fimmtudag 13. febrúar kl. 10:00. Takmarkað magn er í boði í póstlistaforsölunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.