Fótbolti

Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur

Aron Guðmundsson skrifar
Alessandro Nesta er orðinn þjálfari Monza á nýjan leik
Alessandro Nesta er orðinn þjálfari Monza á nýjan leik Marco Luzzani/Getty Images

Alessandro Nes­ta hefur verið ráðinn þjálfari ítalska úr­vals­deildar­félagsins Monza. Það sem gerir ráðninguna áhuga­verða er sú stað­reynd að fyrir sjö vikum síðan var hann rekinn úr þessari stöðu.

Það var á Þor­láks­messu á síðasta ári sem Nes­ta fékk reis­upassann hjá Monza eftir að liðið hafði aðeins unnið einn af sau­tján leikjum sínum undir hans stjórn.

Salvator­e Bocchetti var ráðinn inn í stað Nes­ta en ekki batnaði gengi liðsins og undir stjórn Bocchetti tapaði Monza sex af næstu sjö leikjum sínum, eini sigurinn kom gegn Fiorentina þann 13. janúar síðastliðinn.

Monza hefur nú greint frá því að Nes­ta, sem á að baki afar farsælan feril sem leik­maður, hafi verið ráðinn aftur til starfa.

Nes­ta, sem er af mörgum talinn einn besti varnar­maður Ítalíu í sögunni, hóf þjálfara­feril sinn hjá Miami FC árið 2015. Hann hefur síðan þá stýrt liðum á borð við Perugia, Frosin­one og Reggiana í ítölsku B-deildinni.

Monza er sem stendur á botni ítölsku úr­vals­deildarinnar, átta stigum á eftir Empoli sem situr í síðasta örugga sæti deildarinnar. Monza mætir Lecce á sunnu­daginn næst­komandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×