Fótbolti

Feyenoord rak eftir­mann Arne Slot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brian Priske fær ekki að stýra liði Feyenoord á móti AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni.
Brian Priske fær ekki að stýra liði Feyenoord á móti AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Joris Verwijst

Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði.

Brian Priske var ráðinn í júní og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Hann var rekinn í dag.

Priske var að undirbúa liðið fyrir leiki á móti ítalska félaginu AC Milan í umspili Meistaradeildarinnar og tímasetningin þykir því sérstök.

Síðasti leikurinn undir stjórn Priske var 3-0 sigur á Sparta Rotterdam um helgina en það var fyrsti deildarsigur liðsins í fimm leikjum. Feyenoord er tólf stigum á eftir toppliði Ajax.

Í yfirlýsingu Feyenoord kemur fram að skortur á stöðugleika þegar kemur úrslitum og slök samskipti séu ástæðan.

Feyenoord vann 3-0 sigur á Bayern München í síðasta mánuði en tapaði síðan 6-1 á móti Lille í lokaleik deildarhluta Meistaradeildarinnar. Það er búist við því að Feyenoord tilkynni tímabundinn þjálfara á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×